Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Qupperneq 103
VÐUNN
Sjálfstæðismálið.
97
um en nokkuð annað ríki fyrr. Hin borgaralegu ríki
Európu hafa megnustu andstygð á því, ríki morðingj-
anna, sem þeir kalla. Þau gleyma því, að stjórnarfar
það, sem menn nú búa við víðast hvar í álfunni, og
sem jafnvel afturhaldssömustu sálir halda í dauðahaldi,
er sprottið upp af blóðinu, sem rann um göturæsin í
París í lok 18. aldarinnar, þegar höfuðin fuku af kon-
ungum og aðalsmönnum eins og hár af bifukolium. Þau
hafa gleymt því, að hinir skikkanlegu borgarar gengu
fyrstu árin eftir stjórnarbyltinguna á svig við sendiherra
franska lýðveldisins í samkvæmissölunum, rétt eins og
þeir gera við sendiherra Sovjetlýðveldisins rússneska nú
í dag. Þetta ríki er ekki ennþá komið í stjórnmálasam-
band við Bandaríkin, svo maður tali ekki um, að það
er ekki nógu fínt til þess að konungsríkið Island leggi
sig niður við að bjóða þaðan fulltrúum á Alþingishátíðina,
þó að það sé að vísu nokkru stærra en Luxemburg, sem
var of lítið til þess að verða •fyrir þeim sóma, enda þótt
það hafi nær þrefalt fleiri íbúa en ísland. Þýzka lýð-
veldið er eins og allir vita ekki enn í föstum skorðum;
þar getur gerst margt á næstunni; þar sér enn dags-
daglega í hófinn á stjórnarbyltingunni. Það ríki hefur
síðan friðurinn í Brest-Litovsk var saminn tekið upp
aftur utanríkispólítík Bismarcks, og rennir hýru horn-
auga til Rússlands, væntanlega til þess eins að sam-
einuð átök að austan og vestan mali Pólland mélinu
smærra. Og það hefur jafnvel heyrst, að gerðar hafi
verið einhverjar tilraunir til þess að koma á hernaðar-
sambandi milli Frakklands og Þýzkalands, svo ótrúlegt
sem það sýnist. Auðvitað lýsa utanríkissfjórnir yfir og
þverneita, en hvenær hafa utanríkisstjórnir gert annað?
Neituðu ekki Rúmenía, Jugoslavía og Tchekkoslavía, er
sá kvittur gaus upp, að þau höfðu gert með sér leyni-
Iðunn XIV. 7