Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Side 99
IÐUNN
Sjálfstæðismálið.
93
leið og þeir sjálfir gerðu samskonar kröfur fil annara
þjóða, enda þarf ekki að efa það, að vonin um að sjá
óskir sínar rætast hafi gert þá skilningsbetri á vorar
kröfur og alla aðstöðu. Vér vorum árið 1918 svo heppnir
að eiga leiðtoga, sem sáu og skildu hvað var að gerast
í kringum oss, og þeir komu fram með kröfur vorar á
hárréttum tíma. Þegar til samninga kom, reyndust Danir
hinir liðlegustu. En það reyndist, sem vonlegt var, nauð-
synlegt að skifta algerðum skilnaði landanna niður í
tvær lotur, og hafa ástæðurnar verið greindar. Það
reyndust nú engin veruleg vandkvæði á því að fá upp-
sagnarákvæði samningsins svo, að í viðunanlegu horfi
væri. Var ekki nema vonlegt, að Danir vildu hafa ein-
hver hlunnindi að bregða upp heima fyrir, til þess að
mýkja sársaukann af sönnu eðli samningsins, enda var
af íslendinga hálfu óhætt að beita tilslökunarsemi, eins
og uppsagnarákvæðunum var varið. Það virðist þó ekki
hafa legið alveg á lausu hverjar þessar tilslakanir skyldu
vera, því að það var kraftur utan samninganefndarinnar,
som kipti því í liðinn. Varð svonefnt jafnréttisákvæði að
samkomulagi, og sambandslögin gengu í gildi. Var það
glæsilegur sigur fyrir Islendinga. Liggur sigurinn hvað
minst í þeirri breytingu, sem þegar í stað varð á sam-
bandinu miili ríkjanna; þungamiðja hans eru uppsagnar-
ákvæði samningsins, það, að Islendingar á tilteknum
árafresti geta slitið sambandinu eða breytt því, það er
að segja, ef þeir kjósa þá ekki skilnað heldur en
breytingarnar.
Því verður ekki neitað, að samkvæmt sambandslögun-
um er Island í málefnasambandi við Danmörku. Það
segir að vísu í sambandslögunum að sambandið sé per-
:sónusamband, en hinsvegar fara Danir með utanríkis-