Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Side 99

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Side 99
IÐUNN Sjálfstæðismálið. 93 leið og þeir sjálfir gerðu samskonar kröfur fil annara þjóða, enda þarf ekki að efa það, að vonin um að sjá óskir sínar rætast hafi gert þá skilningsbetri á vorar kröfur og alla aðstöðu. Vér vorum árið 1918 svo heppnir að eiga leiðtoga, sem sáu og skildu hvað var að gerast í kringum oss, og þeir komu fram með kröfur vorar á hárréttum tíma. Þegar til samninga kom, reyndust Danir hinir liðlegustu. En það reyndist, sem vonlegt var, nauð- synlegt að skifta algerðum skilnaði landanna niður í tvær lotur, og hafa ástæðurnar verið greindar. Það reyndust nú engin veruleg vandkvæði á því að fá upp- sagnarákvæði samningsins svo, að í viðunanlegu horfi væri. Var ekki nema vonlegt, að Danir vildu hafa ein- hver hlunnindi að bregða upp heima fyrir, til þess að mýkja sársaukann af sönnu eðli samningsins, enda var af íslendinga hálfu óhætt að beita tilslökunarsemi, eins og uppsagnarákvæðunum var varið. Það virðist þó ekki hafa legið alveg á lausu hverjar þessar tilslakanir skyldu vera, því að það var kraftur utan samninganefndarinnar, som kipti því í liðinn. Varð svonefnt jafnréttisákvæði að samkomulagi, og sambandslögin gengu í gildi. Var það glæsilegur sigur fyrir Islendinga. Liggur sigurinn hvað minst í þeirri breytingu, sem þegar í stað varð á sam- bandinu miili ríkjanna; þungamiðja hans eru uppsagnar- ákvæði samningsins, það, að Islendingar á tilteknum árafresti geta slitið sambandinu eða breytt því, það er að segja, ef þeir kjósa þá ekki skilnað heldur en breytingarnar. Því verður ekki neitað, að samkvæmt sambandslögun- um er Island í málefnasambandi við Danmörku. Það segir að vísu í sambandslögunum að sambandið sé per- :sónusamband, en hinsvegar fara Danir með utanríkis-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.