Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Qupperneq 32
26
Á Alþingi 1631.
IÐUNN
Gíslason, hittu mig heima í tjaldinu eftir þingfundinn.
Svo hvarf hann. —
Vigfús var kominn að tjaldinu á undan honum:
— Nú förum við og tölum við Þorlák biskup, sagði
hann strax og dró Brvnjólf með sér. Okkur hefur komið
saman um, að það væri óviðkunnanlegt að veita þér
öflugt fylgi fyrri part dags og láta þig hlaupa alveg út
úr höndunum á okkur seinni partinn. Þorlákur mágur
vill gera alt til að promovera þig, og mína vináttu hefur
þú til æfiloka.
Þegar Þorlákur biskup hafði Iátið bera fram Iybskt
öl og boðið tjaldmanni að láta ekki trufla sig fyrst um
sinn, spurði hann Brynjólf, hvort hann gæti hugsað sér
að taka við nokkurri minni háttar stöðu í fyrstu, til
dæmis heyraraembætti í vetur við skólann og kirkju-
prestsembætti frá næstu fardögum. Skólameistaraembætt-
inu var því miður ekki unt að hagga við að svo stöddu.
Brynjólfur þakkaði þeim báðum þann drengskap,
sem þeir höfðu sýnt og vildu enn sýna sér, og sagði
þar næst:
— A fimtudaginn kemur fer skip úr Hafnarfirði. Á
því sigli ég til Kaupenhafnar. Ég þarf að eins að nota
tímann hér á Albingi til að útvega mér fé til eins árs
uppheldis þar, ég á hér fáa frændur nákomna, en ég
hef alt jafnt kvöldið og morgundaginn.
— Sagði ég þér ekki, Þorlákur, sagði Vigfús hlæj-
andi, að hann mundi nú þegar hafa tekið sína ákvörð-
un? ... Hvers ætlarðu að leita til um Iántökuna?
— Ég ætla að ráðast þar á garðinn, sem hann er
hæstur, svaraði Brynjólfur alvarlega.
— Nú, þú ætlar að ráðast á Ara Magnússon, svaraði
Vigfús, fullur af gletni.
Brynjólfur skellihló. Ari sýslumaður í Ogri — hann