Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Qupperneq 62
56
Ungir rithöfundar.
IÐUNN
segist honum svo sjálfum frá, að úr því hafi hann að
mestu einn verið um uppeldi sitt. Var hann nú á ýms-
um stöðum og orti jafnan. Mjög átti hann lítinn kost
menningar, en mætti miklum erfiðleikum. Hann var stór-
huga og óðfús til athafna. Kjarkurinn var mikill og til-
finningahiti og skapþungi voru miklu meira en í með-
allagi. Unglingar, sem þannig eru gerðir, mæta jafnan
andúð og aðkasti og verða fyrir spotti og stríðni, eink-
um þó, ef mjög eru ytri aðstæður ósamræmar stórhug-
anum og steigurlætinu. Og nú var það svo, að fátæktin
var Kristmanni trúr förunautur og, eins og áður hefir
verið að vikið, enginn kostur þeirrar mentunar, er hæfði
gáfum hans og löngun til frama. Var það því óhjá-
kvæmilegt, að í odda slægi með honum og þeim, er
honum voru samtíða. Menn særðu hann, blindir fyrir
því veigamesta, er í honum bjó, og hann skorti þroska
til að leiða aðkastið hjá sér, og lét svo hart mæta hörðu,.
en það ögraði enn frekar samvistarmönnum hans. Ofan
á þetta bættist, að stórhugur Kristmanns og meðfædd
og óþolin skáldskaparhneigð gáfu honum lítt eirð til al-
mennra starfa, er gætu orðið honum til fjár og til
vegsauka hjá þeim, er umgengust hann. Þarf sá ung-
lingur að hafa til að bera mikinn þrótt og mikla 05
meðfædda skáldköllun, er eigi bognar eða brotnar í
slíku stríði, er Kristmann stóð í á unglingsárunum, ein-
mana og gersneyddur því öllu, er gæti í rauninni gefið
minstu von um, að úr kynni að rætast.
Arið 1922 gaf hann út ljóðabókina »Rökkursöngva«.
Sýndi hún mikla rímleikni og næma Ijóðræna kend. En
að vonum voru kvæðin eigi það veigamikil, að þau
vektu sérstaka eftirtekf. Mun því útgáfa bókarinnar lítt
hafa komið höfundinum að gagni. Atti Kristmann við
hin erfiðustu kjör að búa, fékk snert af berklum og var