Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Blaðsíða 63
iðunn
Ungir rithöfundar.
57
um hríð á Vífilsstöðum. Batnaði honum þar brjóstveikin,
og dvaldi hann nú í Reykjavík. Rættist ekki fram úr
fyrir honum, heldur munu síðustu mánuðirnir, er hann
var í höfuðstaðnum, hafa verið einhverir þeir þungbær-
Ustu, sem hann hefir lifað. Hann mun hafa verið svo
snauður, sem hann gat snauðastur orðið, en verst mun
það hafa verið, að trú sú á frama og möguleika til
bókmentalegra afreka, er hann hafði í svo ríkulegum
mæli, mun nú enga smugu hafa séð opna út úr búri
því, er hún sat í. Nú var komin meiri lífsreynsla og
meiri þroski en áður; nú urðu frekar vegin öll rök og
allir möguleikar. Rengi ég Kristmann ekki, er hann
segir, að engum vildi hann óska sömu aðstæða og hann
átti við að búa í Reykjavík síðasta vetur sinn þar.
En þenna vetur kyntist Kristmann Helga Valtýssyni.
Helgi er einstakt valmenni, og vill hann hverjum manni
og hverju góðu málefni að gagni verða. Lánaði hann
Kristmanni norskar bækur og útvegaði honum síðan
bráðabirgðasamastað í Noregi. Fór Kristmann svo austur
itm haf vorið 1924.
II.
Fyrstu ár Kristmanns í Noregi voru örðug. Raunar
fnun hann hafa mætt góðvild margra manna, en ekki
skilningi að sama skapi. En nú reyndist honum fært að
afla sér nokkurrar skólamentunar. Gekk hann tvo vetur
á lýðskóla og átti nægan kost bóka. Alt af var hann
sískrifandi og náði furðanlega fljótt tökum á norsku r'ík-
ismáli. Skrifaði hann nú sögur, en lagði ljóðagerðina á
hilluna. Kyntist ég Kristmanni á þessum árum, og veit
ég, að hann var aldrei óvinnandi. Vilji hans og þróttur
höfðu eygt nýja og stærri möguleika en áður, og hann
var fastákveðinn í að freista gæfunnar. Sá ég ýmislegt