Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Qupperneq 43
IÐUNN
Sérhættir í skólamálum.
37
Ekkert er raunalegri áfellisdómur yfi1, sjálfum sér, en
þá er roskin kynslóð lætur í ljósi bölsýni og hrygð yf>r
þeim börnum, sem hún sjálf hefur alið og fóstrað.
»Heimur versnandi fer« er viðkvæði þeirrar aldar, sem
afglöp og vanrækslur liðinna ára lyfja hugarstríð í elli.
En sú kynslóð er farsæl, sem sér í niðjum sínum upp-
fyllingu þeirra hugsjóna, er henni hrökk ekki máttur til
að framkvæma, þeirra vona, er hana brast giftu til að
sjá rætast.
II.
Eg vil taka það fram þegar í stað, að þegar bent
þykir á það með gildum rökum, að nokkurs sé áfátt um
skólafræðslu og tilhögun uppeldismálanna í nágranna-
löndum vorum, þá á það að æði miklu leyti við um ís-
lenzka skóla. Vér stöndum þar um fáa hluti framar,
sem ekki er heldur að vænta. Skólar vorir hvíla á svip-
uðum uppeldisfræðilegum grundvelli, beita svipuðum
starfsaðferðum og skólar nágrannalandanna. Oss hefur
ekki auðnast að ganga fram fyrir skjöldu um uppgötvun
nýrrar þekkingar, og trauðlega að nema þá, er til var.
Og undirbúningur kennara er með því minsta, sem fært
þykir að krefjast af slíkum mönnum; hagur þeirra og
laun verri en boðið rnundi kennurum í nokkru landi öðru.
Og án þess að það varði beint efni þessarar greinar,
verður þess ekki dulist, að nú svifar þungum skeytum
til þessa fyrirkomulags alls í nálægum löndum, og hef
ég drepið á sumt af því í grein minni »Nýskólar og
nýskólahugmyndir* (Skírnir 1929).
En það, sem hér verður gert að umræðuefni, mætti
orða með svofeldum spurningum:
Hversu reynist barnafræðsla vor og uppeldi í fram-