Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Blaðsíða 95
IÐUNN
Sjálfstæðismálið.
89
með því að samþykkja frumvarpið 1907, að óskir þeirra rætt-
ust einhvern tíma; þeir vonuðu, að það hefðist með seigl-
unni. Þeir geta nú barið sér á brjóst og sagt, að þeir
hafi séð alt og farið að þeirri forspeki; hið gagnstæða
verður ekki sannað gegn neitun þeirra, en trúi því hver
sem vill. Oframsýni frumvarpsfylgjenda er aftur á móti
mjög greinileg. Þeir voru jafn skynugir menn og hinir,
og þeim hlaut að vera það jafnljóst og hinum, að með
hinum grautarlegu uppsagnarákvæðum frumvarpsins 1907
var girt fyrir breytingu á bví ástandi, sem frumvarpið
myndi skapa, svo að frumvarpið væri að koma á fram-
búðarskipulagi. Þeir vissu svo lítið fram þá, að þeim
datt ekki í hug, að rétt væri að hafa smugu út úr sam-
bandslögunum, hvað sem upp á kynni að koma. Þessa
varfærni, sem jafnvel rottur og mýs hafa, höfðu þeir
ekki. Þeir sýndu með því, að þeir skildu ekki, hvað
hinir voru að fara, og ekki heldur, hvernig þurfti að
skipa sambandsmálinu til þess að viðunandi samningar
tækjust við Dani. Þeir sáu enga framtíð sjálfstæðismáls-
ins, og vildu því binda einhvern enda á það, en sjálf-
stæðismenn sáu hana, og vildu því engu ljúka.
Ekki þarf að efa, að ef uppsagnarákvæðum uppkasts-
ins 1907 hefði verið breytt svo, að greinilegt hefði verið,
að hægt væri að segja upp samningnum og samband-
inu á sæmilegum fresti, þá hefðu sjálfstæðismenn gengið
að því. En frumvarpinu fylgdu þau skilaboð frá Dönurn,
að tilgangslaust væri að breyta því; þá yrði ekki að
því gengið. Því gjörbreyttu íslendingar frumvarpinu til
þess að sýna Dönum, hverjar lágmarkskröfur þeirra
væru. Og nú eru sumir fremstir í hinum nýja sjálfstæðis-
flokki, er þá voru fremstir í flokki þeirra, sem vildu
samþykkja frumvarpið 1907 óbreytt.