Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Qupperneq 91
IÐUNN
Sjálfstæðismálið.
85
þeir hugðust á ýmsa lund eiga hagsmuna von af því
að styðja það, er þeim var kunnugt um að valdhafarnir
dönsku höfðu mætur á. Hagsmunir slíkra manna flytjast
altaf til með valdinu og sigrinum, og skoðanir þeirra
líka, svo að nú eru þeir flestir orðnir trúaðir á orðið
sjálfstæði. Það þarf ekki að efa það, að slík trú getur
á stundum verið mjög happadrjúg, og hefur orðið oss
íslendingum það fram til 1918. En of tnikil getur hún
orðið eins og öll trú.
Á miðöldunum var vald trúarinnar svo mikið, og
virðingin fyrir trú á ákveðna hluti hjá öllum þorra
manna slík, að hann, sem trúði hugsunarlaust, þoldi
ekki að menn tryðu á annan veg; að láta aðrar skoð-
anir uppi var beinasti vegurinn á bálið. Menn létu sér
það að kenningu verða, og voru mjög gætnir um það
að láta uppi skoðanir sínar. Nokkuð svipað er hér nú
ástatt. Hér er kynslóð uppi, sem trúir mikið til hugs-
unarlaust á alt, sem ber nafnið sjálfstæði, og kveður
svo ramt að, að þeir, sem ekki vilja fara eftir heitinu
einu, en sjá fyrst hvað undir býr, eru taldir þjóðníðingar, ef
þeir láta uppi, að þeim lítist ekki á. Afleiðingin er, að
allmargir menn, sem hefðu öll skilyrði til að segja satt
og rétt í hvert skifti, sem eitthvað er borið fram með
sjálfstæðisnafni, þora ekki annað en að ganga í hægð-
um sínum á eftir forkólfunum, þótt þeir hafi megnasta
ímigust á málefninu, og sjái að það stefni beint út í
hafsauga.
Slík trú, sem einhvern tíma í fyrndinni hefur verið
bygð upp á grunni fagurrar og skynsamrar hugsjónar,
er ærið háskaleg, þegar búið er að hlaða hana svo hátt
að ekki sér grunninn lengur að ofan, og hún er orðin
að blindri trú á eitt orð eða fleiri. Háskinn stafar hvað
minst af þeim, sem trúa; þeir eru oftast heiðarlegir, en