Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Page 22

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Page 22
16 Á Alþingi 1631. IÐUNN sem þeir höfðu um hann heyrt, en fæstir gert sér far um að minnast, fyr en nú. Munn frá munni gekk nú sagan um Árna Oddsson, þegar hann sigldi til að verja föður sinn fyrir sakmælum hirðstjórans Herlufs Daa. Það var fyrir þrettán árum. Hirðstjóri hafði bannað kaupmönnum í Danmörku að flytja Árna Oddsson til íslands það vor. Herra Oddur beið óþreyjufullur á Al- þingi, hirðstjóri neri sér um handarbökin, tveir konung- legir sendimenn áttu að dæma mál þeirra, og Árni Oddsson var í Kaupmannahöfn með öll gögnin. Það var þá, að skip kom út í Vopnafirði, og að maður reið á fjórum dögum þaðan til Alþingis! Árni Oddsson. Árni Oddsson, sem bjargaði heiðri föður síns og fékk hrundið hinum illræmda hirðstjóra úr völdum. Fólk tók til að klappa, hrifið, trylt. Hinn nýkosni lögmaður sat við vestur-inngang lög- réttunnar, með bakið að fjöldanum. Hinn skyndilegi fögn- uður lýðsins ólgaði að baki hans. En hann stóð ekki upp, fyr en herra Halldór kvaddi hann fram til að vinna lögmannseið sinn. Árni Oddsson var hár maður vexti og fremur grannur, ofurlítið lotinn í herðum, breiðleitur í andliti og ennið breiðast, hárið glóbjart og mikið og strokið beint upp frá enninu, en huldi nærri að aftan háan rúkragann, sem ekki var alveg hreinn. Skeggið var rauðgult, al- skegg, og þegar farið að grána. Höfuðið stórt og frítt og höfðinglegt, munnurinn strangur, augun mild. Hann gekk inn í lögréttuna miðja og gerði hér hógværa játning sína fyrir Guði. Örfá orð, og síðast orð sem að eins lærðir menn skildu: Domine, da mihi intellectum, ut discam mandata tua.1) En þegar hann gekk að borð- 1) Drollinn, veit þú mér skilning lil að rækja þín erindi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.