Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Page 65
IÐUNN
Ungir rithöfundar.
59
kunni nokkur skil á norskum ritdómurum, viti, hverir
þeirra bera einna bezt skyn á bókmentir og hverir eru
vandlátastir. Tel ég þá skáldin Ronald Fangen og
Kristian Elster (son raunsæisskáldsins Kristians Elster)
einna fremsta allra þeirra, er að staðaldri skrifa um
bækur í norsk blöð. En eigi eru ritdómar þeirra um
Kristmann síður lofsam-
Iegir en dómar hinna,
sem ég tel vægari og
mistækari í dómum. Hirði
ég ekki um að tilfæra
hér annað um ritverk
Kristmanns en umsögn
tveggja manna um málið
á bókum hans. Það mun
öllum ljóst, sem nokkuð
hafa fengist við ritstörf,
að afar erfitt er að ná
sæmilegri leikni í að rita
móðurmál sitt svo, að
uppfyltar séu þær kröfur,
er gera verður til lista-
manns. En auðvitað er
framandi máli en sínu eigin. Hvert einasta orð á fleiri
eða færri blæbrigði eftir því, í hvaða orðasamband það
er sett eða hvernig því er skipað í setningu. Og þessi
blæbrigði eru því nær ógreinanleg öðrum en þeim, sem
hafa sér til stuðnings fjölmörg smávægileg, en ógleym-
anleg og lit- og lífrík atvik bernsku- og æskuára. ... I
ritdómi um »Armann og Vildis* segir Ronald Fangen
í »Tidens Tegn*:
»Fyrir málið á bókinni ber honum mikið og eindregið
lof. Má sjá hjá honum fágæta framför í meðferð málsins.
Kristmann Guömundsson.
miklu erfiðara að ná tökum á