Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Blaðsíða 64
58
Ungir rifhöfundar.
IÐUNN
af því, er hann skrifaði veturinn 1924—1925, og var mér
eigi ljóst af því, hvað úr honum kynni að verða sem
rithöfundi. Hann hafði enn eigi náð tökum á yrkisefn-
um sínum. En þess gekk ég ekki dulinn, að hér var
maður, er hafði til að bera stálsettari vilja og veiga-
meiri orku og þor en ég hafði nokkuru sinni áður kynst.
Mér virtist hann eins og skapaður til stórræða — en
hverra?
A sumrin vann Kristmann að margvíslegum störfum.
Hann málaði hús, vann í verksmiðjum o. s. frv. En alt
af var öll önnur vinna en ritstörfin að eins vandræða-
úrræði í bili. ... Og brátt komst hann það langt, að
hann fékk birtar eftir sig í blöðum smásögur og greinar
um íslenzk efni. Fyrir þessar ritsmíðir sínar fékk hann
borgun, er var honum góð hjálp. ... Og þá er við hitt-
umst í Harðangri, síðla á sumri 1925, gat hann sagt
mér þau gleðitíðindi, að góðskáldið Vilhelm Krag, bók-
mentaráðunautur Aschehougs-bókaverzlunar, hefði farið
lofsamlegum orðum um smásagnahandrit, er hann hefði
sent honum.
Haustið 1926 kom svo út hjá Aschehougs-bókaverzlun,
sem er ein af þremur virðulegustu bókaútgefendum í
Noregi, fyrsta bók Kristmanns, »Islandsk kjærlighet*.
Árið eftir kom »Brudekjolenc, 1928 »Armann og Vildis«
og 1929 »Livets morgen*.
Smásögur Kristmanns hafa verið þýddar á fjölda mörg
tungumál. Má t. d. nefna það, að fyrsta sagan, sem birt-
ist eftir hann á norsku, hefir komið út á sex tungum
— þar á meðal tyrknesku. Sumar bækur hans eru þegar
komnar út á ýmsum málum — og aðrar eru á leið. Hefir
Kristmann nú orðið ágætar tekjur og nýtur mikils álits.
Hefi ég séð fjölda af ritdómum um bækur hans, og
eru þeir allir lofsamlegir. Þykist ég mega segja, að ég