Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Síða 61
JÐUNN
Ungir rithöfundar.
Kristmann Guðmundsson.
I.
Kristmann Guðmundsson er fæddur að Þverfelli í
Lundareykjadal í Borgarfirði 23. dag októbermánaðar
árið 1902. Fyrstu sex ár æfi sinnar var hann að Þver-
felli hjá afa sínum og ömmu og fluttist síðan með þeim
að Fáskrúðarbakka í Miklaholtshreppi. Sá afi Krist-
manns, er hann dvaldi hjá, hét Björn, og var hann
Sveinbjarnarson. Segir Kristmann, að Björn hafi verið
maður vel gáfaður og hinn höfðinglyndasti. Kveður
Kristmann sig hafa átt við að búa beztu kjör hjá gömlu
hjónunum — og sérstaklega hafi sér verið það mikils virðf,
hve vel Björn hafi skilið sig. Kristmann byrjaði snemma
að hnoða saman vísum, og veit hann með vissu, að eina
af vísum þeim, er hann kann eftir sig frá bernskuárun-
um, orti hann fimm ára gamall. Er vísan þannig:
Komu heim meÖ kindafans,
kölluðu’ á frænkur mfnar.
Léttan stigu lömbin danz,
listir kunnu sínar.
Þó að vísan sé ekki nein snild, þá sýnir hún, að
Kristmanni hefir verið í blóð runnin rímgáfan. Einnig
sést það glögglega á orðavali vísunnar, einkum í síðari
vísuorðunum, að Kristmann hefir verið undarlega bráð-
þroska og fullorðinslegur í tali.
Þá er Kristmann var 11 ára, misti hann afa sinn, og