Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Blaðsíða 86

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Blaðsíða 86
80 Ársrit Nemandasambands Laugaskóla. IÐUNN Annar nemandi hefir haft sögu að aðalnámsgrein, skilað ritgerð um uppruna mannsins og frummenningu. Um þessa ritgerð hafa prófdómendur sagt: Góð ritgerð, efnismikil og skipulega samin. Þriðji nemandi hefir valið sér íslenzkt mál,og bók- menntir sem aðalnámsgrein, skilað ritgerð um Olaf kon- ung Tryggvason og heimildir um hann. Þessi ritgerð fær eftirfaranda dóm: Vönduð að öllum frágangi og góð. Fjórði nemandi hefir sögu Islands að aðalnámsgrein og skilar ritgerð um sögu Alþingis. Hún er talin við- unandi. Eg verð að kannast við, að mér er það alger ráðgáta, hvernig nemandi í Laugaskóla hefir getað látið sér detta í hug að skrifa sögu íslenzkrar tungu um þúsund ára skeið með þeim bókakosti, sem ætla má, að honum sé kunnur um það efni, hvað sem öllu öðru líður. Einnig er mér það nokkurt undrunarefni, að prófdómendur skuli hafa fellt fyrr nefnda úrskurði um greindar ritsmíðir. Að öllu órannsökuðu finst mér vafamál, hvort nemöndum muni slíkir dómar alls kostar hollir. Eitt er það meðal annars í Arsriti Nemandasambands Laugaskóla, sem, telja verður einkar vel til fundið, en það er frásögn Ársritsins um gamla nemendur skólans, Laugamanna annáll. Til þessa annáls ætti að vanda sem allra bezt. Hann getur með tímanum orðið merki- leg heimild, og hann er í alla staði geðfelldur. Hins vegar sakna ég þess, að ekki skuli vera birtar myndir þeirra höfunda, sem skrifa helztu ritgerðirnar í Ársritið. Þær myndir ætti að vera við upphaf hverrar grejnar eins og gerist í tímaritum. Ársrit Nemandasambands Laugaskóla á skilið að vera mikið keypt og lesið. Þess má vænta, að það geymi, er stundir líða fram, margar læsilegar ritgerðir. En það geymir um leið merkilega sögu — söguna um hina örð- ugu baráttu, er leiddi til þess, að Laugaskóli varð til. Sigurður Skúlason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.