Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Side 111
IÐUNN
Sjálfstæðismáliö.
105
átt, hefur að vísu mótmælt því, að hann hafi haft þessi
ummæli, og telur þau vera rangfærð og ósönn. Sé svo,
þá er svo líklega logið og rangsnúið hjá hinum útlenda
blaðamanni, að maður getur ekki varist þeirri hugsun,
að stjórnmálamanninum sé liðið úr minni, hvað hann
hefur við manninn sagt. Svipað fer er aðalhvatamaður
hreyfingarinnar lendir í kröggum með banka, sem hann
stýrir, því að þá kann hann ekki önnur úrræði, en að
danska ríkið leggi fé, sem það á hjá hinum bilaða banka,
fram til viðreisnar honum sem hluti. Svona þótti honum
skilnaður bezt undirbúinn, og er þó óþarfi að efa heil-
indi hans í því efni. Þetta minnir alt svo átakanlega á
1907 og þau árin, að manni verður að halda að hug-
urinn frá þeim tíma sé ekki dauður enn.
Það efast enginn um það, að Sigurður Eggerz hafi
gert það í bezta tilgangi, þegar hann 1928 spurði flokk-
ana á þingi, hvort þeir væru samþykkir því að skilja við
Dani 1943, enda sá hann ekki fyrir féþörf íslandsbanka
1930. Einstöku manni datt þó um leið í hug Sam Weller,
aðalpersónan í frægustu skáldsögu Dickens, »Eftirlátin
skjöl Pickwickklúbbsins«, og fyrstu orðin, sem honum
hrjóta af munni í sögunni. Hann er vinnumaður í »Hvíta
hirtinum*, gistihúsi í Whitechapel í London, og stendur,
er hann kemur fyrst við sögu, í húsagarðinum þar, og
er að bursta skófatnað gestanna. Þá kemur þjónustu-
stúlka fram á svalirnar og kallar til hans: »Sam, nr. 27
vill fá stígvélin sín«. Þá svarar Sam: »Spurðu hann,
Jane, hvort hann vilji fá stígvélin sín strax, eða bíða
þangað til hann fær þau«. Eitthvað svipað þessu hefði
mátt anza Sigurði, þegar hann var að reyna að láta
þingflokkana svara sér í sumartunglið um það, hvað
þeir myndu gera eftir 14 ár. Það var þeim mun merki-
legra að þeir skyldu svara skilmálalaust já, sem sumir
þeirra geta og gátu ekkert vitað um það, hvort þeir
væru til, þegar að því ræki, og hefur þeim orðið að því,
því að síðan eru bæði flokkurinn, sem Eggerz var einn
í þá, og íhaldsflokkurinn, liðnir undir lok.
Guðbrandur Jónsson.