Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Blaðsíða 70

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1930, Blaðsíða 70
64 Ungir rifhöfundar. ÍDUNN drepið, að hið táknræna, er kemur fram í sambandi við brúðarkyrtilinn og mikil áhrif hefir á lýsinguna á dóttur Björns, finst mér of þokukent, og ekki er laust við, að þar láti á sér bera tilfinningavæmni, sem höfundinum annars ekki er eiginleg. >Ármann og Vildís«, þriðja bók Kristmanns, ber mjög af hinum að sumu leyti. Málið er þar í rauninni jafn gott og glæsilegt frá byrjun til enda, og stíllinn fellur hvarvetna vel að efninu. Og í glæsilegustu lýsingunum er stíllinn þrunginn þeim mætti, og hefir þá litauðgi og þau blæbrigði til að bera, að jafnvel bezt skrifuðu kafl- arnir í »Brúðarkyrtlinum« tapa á samanburði. í »Ármann og Vildís* er lýst lífinu á berklahæli. Er auðsjáanlega átt við Vífilsstaði, enda hefir Kristmann dvalið þar — eins og áður er á drepið. Meðal hinna berklaveiku myndast ástríðuþrungið andrúmsloft. Allir sjúklingarnir vita, að brugðið getur til beggja vona um líf þeirra. Margir þeirra eru sæmilega hressir — og þótt þeir séu á ýmsum aldri og af ýmsum stéttum, er flest- um þeirra eitt sameiginlegt: þráin til að lifa sem nautna- ríkast, njóta þess á stuttum tíma, sem ella skyldi notið langa æfi. Eitthvað heitt, vilt, en uggvænt er yfir bók- inni allri, eitthvað, er minnir á sterka haustliti og megnan ilm deyjandi lífs. Og umgerðin um þær myndir, sem þarna eru dregnar upp, er stórfengleg og fjölbreytt nátt- úra, kynjaleg og mikilfeng hraun, með grænum og að- laðandi lautum og bollum milli nöturlegra hryggja og hóla úr eldtærðu og ömurlegu grjóti — náttúra, sem samsvarar því lífi, er það fólk lifir, sem hefir angistar- hroll feigðarinnar á aðra hönd, en logandi lífsþrá á hina. ... í fjarska sér brotsjóa á rifjum og blátt ódeili, er hverfur sýnum í mistur og móðu. Hvað fela móðan og mistrið — eða fela þau nokkuð?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.