Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Page 8
330
Frá heimsstyriöldinni miklu.
IDUNN
leiftruðu. Hver einstaklingur var hafinn í nýtt veldi.
Herinn var magnaður krafti heillar þjóðar. Fram til
orustu, til varnar fyrir föðurlandið. Hinar fagnandi miljónir
óraði ekki fyrir, hvað þeirra beið; vissu ekki, hvað stríð
var. Vmsar frásagnir lifðu frá 1870. Unglingarnir drukku
þær nú af vörum hinna öldruðu, er þá höfðu verið börn.
Að öðru leyti gerðu menn sér litla grein fyrir stríði,
hugðu, að það stæði aðeins stuttan tíma yfir, trúðu á
skjótan sigur. Menn dreymdi um einvígi og afreksverk.
En ásjóna stríðsins var alt önnur en hermennirnir
höfðu gert sér í hugarlund. Þeir verða brátt fyrir mestu
vonsvikum. Hin karlmannlega þrá eftir afrekum og frægð
fær ekki svölun. Einstaklingurinn og dáðir hans drukkna
í hafi fjöldans. Ovinina er hvergi að sjá, en samt eru
þeir alstaðar nálægir. I stað heitra vopnaskifta og
blóðugra bardaga ríkir á vígstöðvunum eilíft tilbreytinga-
leysi1)- Ekkert gerist, en samt er stöðug hætta, og
dauðinn sifelt á næstu grösum. Þannig verður ástandið
í hinum seigdrepandi vígstöðuhernaði. Endalaus bið.
Eilífur ótti. Aldrei nein svölun í athöfnum og afrekum.
Stríðið er óskiljanlegur, miskur.narlaus, lamandi máttur.
Kvörn, sem malar miljónirnar. Skriðjökull, er eyðir öllu
lífi á leið sinni. En stöku sinnum breytist vígvöllurinn í
gjósandi eiturgíg. Hrylling og skelfing í hverri taug. Ogn
og dýrsleg grimd.
Fögnuður liðsins frá ágúst 1914 deyr snemma út.
Stríðið kendi mönnum alvöru og orðfæð. Hrifningin
þvarr algerlega. Hin leiftrandi, Iífþrungnu hugtök í stríðs-
byrjun mistu gildi sitt. »Að lokum eru það aðeins fáeinir
hér á jörðu, sem menn með glöðu geði vildu fórna sér
1) Svo hemur hermönnunum, er alls annars höföu vænst, ástandið
á vígvellinum aftur og aftur fyrir sjónir.