Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 16
338
Frá heimsstyrjöldinni miklu.
IÐUNN
fil að bjarga sér úr flóðinu upp á tindinn. En það er
þó eiginlega fyrst réttmætt eftir hörðustu baráttu«
(»Aus dem Kriege*, 9. okt. 1917). Dæmi Bindings
sýnir, að sigurinn varð ekki unninn með vopnum, heldur
fyrir innri baráttu. Og í raun og veru felst í skoðun
Bindings réttlæting á stríðinu og dýrðleg trú á mennina,
er ekki láta bugast fyrir miskunnarlausum örlögum.
Eftir Binding eru ljóðmælin »Stolz und Trauer* (1922)
og bréf úr stríðinu »Aus dem Kriege* (1925). Hann
var öll ófriðarárin í stríðinu, en særðist skömmu áður
en friður komst á. Hann var undirforingi.
Herlæknirinn fians Carossa: Rumanisches Tagebuch«
(1924) sér striðið í ljósi víðfeðmrar trúar eða með aug-
um trúaðs skáldspekings. Það er fyrir honum einn þáttur
mannlegra örlaga, ógnarlegt og óskiljanlegt. En hann
sér þar niður í dulardjúp lífsins sjálfs. Það er ekki svo,
að hann vilji fegra stríðið eða réttlæta sem stríð fyrir
guð eða föðurlandið. Það er böl, illur veruleiki, en
það sviftir burt öllum takmörkunum. Hann trúir, að úr
þessu böli geti verið blessun að vinna. »Já, leitum vér
hættu og erfiðis, þar sem það býðst, þá undirbúum vér
oss fyrir æðra erfiði, sannari hættu. Mér fer eins og
manni, sem enn ekki þekkir starf sitt. ,Rændu Ijósinu
úr gini slöngunnar!1 Hvaða rödd er það, sem hrópar oft
þessi orð til mín úr djúpum svefni?* Rændu ljósinu úr
gini slöngunnar. Það eru einkunnarorðin fyrir bókinni.
En lífið reiknar ekki í árum og einstaklingum. »Hvað
segja fyrir lífið mistök í miljarðatali? Það getur myndað
blað úr þyrni, rós úr blaði; það hefir nægar aldir og
stjörnur til þess að ummynda og umskapa, en einhvern
tíma mun það samt sveiflast eins og andinn vilU. Fyrir
hann hafa ekki einstaklingarnir tilgang í sjálfum sér,
heldur sem þjónar lífsins og framsóknar þess. Einstak-