Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Page 26

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Page 26
348 Nýja ísland. IÐUNN þá gæti ég eins farið líka vetrarlangt. Hún Sigríður í Nýjabæ segir, að það megi iðulega komast í þvottavinnu í Winnipeg á vetrin, og þær fara suður nokkrar konur héðan úr bygðinni upp úr næstu helgi. Eg get tjaslað rýjunum mínum upp á sleða, eins og þær, og farið líka. Eg skil bara hana Tótu litlu eftir hjá krökkunum. Hún er nú komin á fjórtánda ár, hún Tóta. — Eg gæti kannske reynt að skjóta heim fiskspyrðu við og við, sagði Torfi Torfason. Þetta var kvöld eitt snemma í nóvember, snjór fallinn á skóga, fenin í klaka. Þau töluðu ekki frekara um skilnað sinn. ]ón Sigurðsson glotti fram í salinn, en auglýsingastúlkan með hattinn lagði blessun sína yfir sofandi börnin. Það logaði á týru úti við gluggann, en frostrósirnar sprungu út á rúðunum. — Mér sýnist hann geta orðið kaldur hér, ekki síður en þar, sagði Torfi Torfason eftir drykklanga stund. — Manstu, hvað oft var glatt á hjalla, þegar gestir komu á vökunni? Þá var nú stundum talað um kindur um þetta leytið á haustin í kotinu hjá okkur. — O, það eru ekki sauðjarðirnar hérna vestra, sagði Torfi Torfason. En það er fiskiríið á vatninu. ... Og ef þú ert ákveðin í að fara suður og fá þér djobb eins og þeir segja hérna, þá ... — Ef þú skrifar til Islands, þá mundu eftir að spyrja um hana Skjöldu okkar, hvernig hún geri það. Hún Skjalda okkar. Blessuð skepnan. Þögn. Þá sagði kona Torfa Torfasonar aftur: — Hvað heldurðu annars um kýrnar hérna í Ameríku, Torfi? Heldurðu ekki, að það séu óttalegar stritlur? Einhvern veginn er það svoleiðis, að mér finst eins og

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.