Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Side 31

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Side 31
ÍÐUNN Nýja ísland. 353 gengur fram í fordyrið, kveikir ljós, tekur í hnakka- drambið á tíkinni og kastar henni út í snjóinn. Síðan lokar hann útidyrum, slekkur ljósið og legst í flet sitt. Er nú hljótt um stund, unz tíkin tekur að ýlfra úti fyrir, en hvolparnir að ískra ámátlega í fordyrinu. Þá rís upp Torfi Torfason, paufast fram gegnum fordyrið, hleypir inn tíkinni, og skríður hún þegar á hvolpana. Síðan legst hann til svefns. En ekki hafði hann lengi legið, þegar hann hrekkur upp við umgang, og skilur nú eigi, hverju þetta sætir. En það er þá fiskarinn, sem fer upp úr rúmi sínu, gengur fram í fordyrið, kveikir ljós, tekur í hnakkadrambið á tíkinni í annað sinn og kastar henni út í snjóinn. Síðan legst hann enn til svefns. Aftur tekur tíkin að ýlfra úti, en hvolparnir að ískra, og Torfi Torfa- son rís úr rekkju, hleypir tíkinni á hvolpana aftur, legst síðan fyrir. Eftir drykklanga stund rís fiskarinn enn á fætur, kveikir ljós á ljóskerinu og fer fram. En svo má brýna deigt járn, að það bíti, og nú snarast Torfi Torfason fram úr í þriðja sinn og út í fordyrið eftir fiskaranum. — Annaðhvort skal tíkin hafa frið, eða við skulum bæði út, ég og tíkin, segir Torfi Torfason, og skiftir nú engum togum, nema hann leggur hendur á húsbónda sinn. Takast nú með þeim ryskingar allharðar, og leik- ur kofinn á reiðiskjálfi, en alt byltist um og brotnar, sem fyrir verður. Veittu þeir hvor öðrum mörg högg og þung, og var þó fiskarinn illvígari, unz Torfi hleypur undir hann, tekur hann fangbrögðum og léttir nú ekki sókninni, fyr en hann hefur sett fiskarann í bóndabeygju. Því næst opnaði hann kofadyrnar og kastaði fiskaranum eitthvað út í buskann. Uti var kyrt veður, stjörnubjart, frost mikið og al- snjóa. Torfi var allur blár og blóðugur, heitur og móður eftir leikinn. Svo þetta átti þá eftir að koma fyrir Torfa

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.