Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Page 42
364
Ferðaminningar.
IÐUNN
ræð af að reyna að hugsa alls ekkert um yfiruofandi
eldhættu. Það mega Danir eiga, að ekki eru þeir að
reyna til að gera taugaveiklaða ferðamenn hálfsturlaða
með svona sensasjórtsnúmeri á lestargluggum, og eru þó
nægilegir skógar í Danmörku, að því er eg frekast veit.
— — — Stokkhólmshraðlestin brunar af stað. Eg
stend stundarkorn við gluggann til að horfa á ljósin í
Málmhaugum — eg hefi alltaf svo gaman af að horfa
á mikla Ijósadýrð — en síðan sezt eg á minn stað og
tek fram pjönkur mínar. Smurt brauð frá matmóður
minni í Kaupmannahöfn. Ekki þarf svo sem að efast
um ágæti þess. Svo tek eg upp bók, sem eg hefi keypt
mér til að lesa í nótt. Um ágæti hennar veit ,eg næsta
lítið. Eg veit bara, að hún er prentuð ódrjúgu letri á
þykkan, gulan pappír, og það er Iítið lesmál á hverri
síðu. Auk þess er bókin ekki með gotnesku letri og þó
á þýzku. En allt þetta er í mínum augum meira en
smáræðiskostir. Og eg veit enn þá meira um bókina.
Eg veit, að hún er sú ritsmíð um heimsstyrjöldina, sem
hvað mesta athygli hefir vakið, enda var höfundinum,
ungum og óþekktum manni, neitað um útgáfu á bókinni
af ýmsum forlögum heima í föðurlandi hans, og hefir
þeim líklega fundizt frásögn hans of sönn og hispurslaus.
Síðan þessi bók kom út, hafa dagblöðin aldrei linnt
að fjasa um ágæti hennar. En enginn, sem þekkir
evrópskan blaðamóral til hlítar eða hefir átt kost á að
kynnast nokkurum blaðasnötum á meginlandi álfunnar
vel, mun láta ummæli þeirra í slíku efni koma sér til
að kaupa svo mikið sem eina litla bók, nema ef vera
skyldi til að styrkja bókaforlag, sem á axíur í dagblöð-
unum og hefir þar af leiðandi atkvæðisrétt um það, sem
þau flytja, eða blaðamenn, sem eiga axíur í bókafor-
laginu eða enn öðruvísi venzlað fólk, sem þú hlýtur að