Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Page 43
IÐUNN
Ferðaminningar.
365
kannast við, ef þú hefir t. d. þurft að koma heiðarleg-
um ritdómi um líklega bók á framfæri við erlent stórblað.
Það, sem hefir komið mér til að kaupa einmitt þessa
bók, er einkum það, að nokkurir gáfaðir kunningjar
mínir hafa hrósað henni og líka ummæli sænsks rithöf-
Háskólinn í Lundi.
undar, sem eg met mikils; þau hafa verið prentuð framan
á hinu sænsku þýðingu bókarinnar. Þá má ekki gleyma
því, að bókin hefir verið þýdd á fleiri mál og selzt í
fleiri hundruð þúsund eintökum en svo, að staðlausar
blaðalygar hefði verið megnugar að koma slíku til leiðar.
Loks er titillinn á henni svo blátt áfram og skrumlaus,
að hún getur varla verið skrifuð af tómri bíræfni. Bókin
heitir Im Westen Nichts Neues (Tíðindalaust á vestur-
vígstöðvunum) og er eftir Þjóðverja, sem kallar sig
Erich Maria Remarque.
Eg byrja að lesa þessa bók og les einar hundrað
blaðsíður í spretti, meðan við þjótum fram hjá háskól-
anum í Lundi og þó nokkurum smábæjum, sem eg