Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 44
366
Ferðaminningar.
IÐUNN
þekki varla að nafninu til, enda nam eg aldrei landa-
fræði í neðstu bekkjum Menntaskólans í Reykjavík og
var ekki einu sinni látinn ganga undir skriflegt inntöku-
próf í þeirri vísindagrein við téðan skóla. En líklega
þykir landfræðingum slík afsökun lítils virði, og skal
þeim ekki láð það. Mér þykir annars fyrir því, hve
ófróður eg er um nöfnin á öllum þessum bæjum. En
allt í einu heyri ég lestarþjónana kalla Alvesta, og
þá glaðnar yfir mér, því að þann bæ kannast ég við
úr smásögu eftir Hamsun. Þar er nafnið prentað Alf-
vesta, af því að þessi smássga er skrifuð áður en Svíar
hurfu að því ráði, skömmu eftir síðustu aldamót, að
lagfæra stafsetning sína og gera mörg orð auðritaðri
allri alþýðu.
Fjarska hreint er annars skrítið, að nokkur bær skuli
heita Alvesta á norrænu máli. En enginn í lestinni sýnist
furða sig á því nema eg. Alvesta! —- En allt í einu
rennur upp fyrir mér ljós. Ætli Svíar hafi ekki týnt
einum staf aftan af nafninu, þar hafi áður staðið d og
bærinn hafi heitið Álfstaður eða Álfstaðir. Ef þetta er
þá ekki al-vesti bær á þessum slóðum! Eg segi nú bara
svona. Ekki hefi eg rannsakað málið, og ef einhver Svíi
er búinn að skrifa doktorsritgerð um þetta bæjarnafn
og hefir komizt að sennilegri niðurstöðu en eg, þá tek
eg þessa tilgátu tafarlaust aftur.
Ekki man eg mikið eftir farþegunum í mínum klefa
frá Málmhaugum til Alvesta, enda var eg um annað að
hugsa. Þó rámar mig eitthvað í kvenmann, sem sat beint
á móti mér og var öðru hvoru að geispa. Hún var með
rautt hrokkið hár og grænar og skemmdar tennur, þegar
hún geispaði, en þess á milli hvarf allur efri hluti hennar
mér á bak við dagblaðið, sem hún var að lesa, og neðri