Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Side 48
370
Ferðaminningar.
IÐUNN
Hefir þú nú annars nokkuð gaman af að sofa í bólstr-
uðum vagni og vita at mér, sem engist hér á hörð-
um ávölum trébekk með margumrædda hornbrík undir
hnakkanum?
Jæja, þér er sama. Þú segir, að þig varði ekkert um
mig. Þú segist vera af annari þjóð, og umhyggja þín
nær ekki lengra en til þjóðar þinnar. Þar er fjölskylda
þín auðvitað fyrst og fremst í björtu náðarljósi, hund-
urinn þinn líka, og hitt fólkið er þér meinlaust við.
Síðan er þér sama um alla aðra menn, bara ef neyðar-
ópin í þeim halda ekki fyrir þér vöku, og þú lest geisp-
andi fregnir í morgunblöðunum, sem skýra frá því, a&
nokkurar þúsundir manna hafi drepizt úr hungri eða
drukknað í vatnavöxtum austur í Asíu.
— Heyr firn mikil, mundu gömlu mennirnir hafa átt
að segja. En nú veit eg, hvað við gerum til þess að
forðast yfirvofandi eldhættu. Við setjum saman skjal og
skýrum viðeigandi forráðamönnum frá því, að við ósk-
um breytinga á fyrirkomulagi lestarinnar. Fyrst og fremst
óskum við eftir þægilegri þriðja flokks vögnum með engum
hornbríkum undir hnakkanum. Við viljum helzt hafa alla
vagna eins, alla þægilega. Hvað á maður að gera við
óþægilega vagna á tuttugustu öld? Svo er bezt, að við
fáum einn eða tvo rándýra aukavagna í lestina, ef svo
skyldi fara, að einhverjir ferðamenn rækist upp í hana,
sem ekki þættist upp á það komnir að ferðast í sams
konar vistarveru og við. Þeirra vagn gæti til dæmis
verið með fjólubláum bólstrum. Hinn aukavagninn yrði
svo fyrir þá, sem hvorki vildi vera innan um okkur né
fólkið á fjólubláu bólstrunum. Hann gæti verið með
grænum bólstrum.
En þetta umbótafrumvarp þarf að senda tafarlaust til
æðri staða, annars getur allt farið í bál og brand. Sem