Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Page 55

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Page 55
IÐUNN Frægasta bókin og hin nýja líffræði. 377 sem hér ræðir um, hefir fyrir hermennina. Duna heyr- ist í sprengju, og allir fleygja sér niður. »En á sama augnabliki« — segir hann — »finn ég, hvernig ég missi stælingu — spannung — sem lætur mig altaf annars, þegar skothríð er, óafvitandi gera það, sem rétt er« (eins og hann hefir áður lýst); hræðileg angist grípur hann, og á næsta augnabliki finnur hann áverkann eins og svipuslag. Hvernig stendur nú á því, að stælingin, sem áður hefir altaf bjargað, launvitið, sem minnir á dýrið, bregzt honum í þetta skifti? Ástæðan virðist vera augljós. Rétt áður en hann særist, hefir gengið fram hjá hersveitinni franskt fólk, sem er að flýja þorpið sitt; flóttafólk þetta gengur bogið, og sorg og örvænting lýsir sér í svipnum. Hér kemur til greina hið stór- þýðingarmikla stillilögmál (Law of determinants). Það eru áhrifin frá þessu fólki á þýzku hermennina, sem trufla samband það, sem áður var getið um, og valda því, að magnanin bregzt. Miðar annað eins og þetta til að auka sannleiksblæ þann, sem á sögunni er. * * Hernaðarlýsing Remarque’s mun vera með því allra bezta, sem til er af því tagi. Hún er eins ólík og orðið getur styrjaldarsögum herforingjanna og herfræðinganna, þar sem litið er á hermennina nálega sem væru þeir tilfinningarlaus verkfæri eða skákmenn. Sumir virðast halda, að ef viðbjóði styrjaldanna og hörmungum væri lýst nógu átakanlega, þá mundi það nægja til að koma í veg fyrir ófrið. Og margir virðast vera þeirrar skoð- unar, að með alþjóðasamþyktum mætti koma á alþjóða- friði. En alt slíkt er óhætt að kalla misskilning. Margt dregur til þess, að þau aflsvæði, sem ófriðnum fylgja, eru sterkari en önnur. Þarf ekki annað en minna á

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.