Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Page 81
IÐUNN
Þrjár bækur.
403
andi og hvöss eins og bitur egg. Víða verður stíllinn
magnaður af seiðandi ró dalamálsins og hvorttveggja í
senn, þrunginn af auðmýkt og tign. Vil ég í því sam-
bandi nefna kaflana: Um bækur, Þjóðerni, Jónas Hall-
grímsson og þó einkum þar, sem hann talar um Charles
Chaplin. Eg gæti nefnt miklu fleiri kafla. En þetta er
nóg. Þessir kaflar eru Alþýðubókin, boðskapur nýtímans
til íslenzkrar alþýðu, boðskapurinn um manninn, hinn
frjálsa þegn jarðarinnar, sem full er af fegurð og gæð-
um, fyrirheitum og vonum. — Enginn hefur túlkað þetta
mál eins innilega og djarflega á íslenzku og Halldór
Kiljan Laxness.
Það eru kaflar í Alþýðubókinni, sem ég hefði kosið
áð ekki væri þar, hugsanir, sem hafa sært mig, setn-
ingar, sem verka eins og ör á fagurri ásjónu. En jafn-
framt finn ég til þess, að gagnvart slíku verki hef ég
ekki leyfi til að óska neins. Bókin líður að Iestrarlokum
fyrir augu mín eins og voldugur náttúrukraftur, eins og
beljandi elfur, sem ryðst fram í þrengslum og rífur úr
bökkum sínum og er grá af tryltri öfugbáru í straum-
sveipunum. En hún ber með sér kynstur af frjómögnum
niður á láglendið, þar sem mennirnir iða eins og maurar
— og verðmætin gróa undir höndum þeirra.
Bók Halldórs hefur sætt hinum verstu dómum, eins
og við mátti búast um rit, sem skrifað er af ástarhug
til alþýðu og trú á efnalega og menningarlega viðreisn
hennar. Umboðsmenn guðs og góðra manna hafa komið
fram hver um annan þveran og óvirt höfundinn og verk
hans. Það hefur jafnvel verið ráðist á einkalíf hans og
rifstörf úr sjálfri þinghelgi, og mér er kunnugt um það,
að kuldalega hefur verið sveigt að honum af prédik-
unarstólum.
Ekki get ég að því gert, að mér finst fara vel, á öllu
þessu, og að öllu leyti eins og efni standa til. I skjóli
slíkrar óvildar vex hróður hvers afreksmanns. Og þóft
segja megi um Halldór Kiljan, að hann njóti hennar nú
í ríkulegum mæli og með sóma, þá má ekki dyljast
þess, að enn sem komið er, er það einkum fyrir ýmsar
smáglettingar í málfari og listrænum vinnubrögðum, en