Kirkjuritið - 01.01.1947, Page 15
Kirkjuritið.
Menntun presta á Íslandi.
9
þetta, að eigi liefir það verið ótítt, að útlendir prestar
hafi annazt tíðasöng liér á landi á elleftu öld og sumir
með óvissum heimildum.
Oðru máli hefir verið að gegna um hina áðurnefndu
sex biskupa. Þeir liafa beinlínis verið hingað sendir af
Noregs konungi, eða erkibiskupi, til að koma skipan á
kristnihaldið. Að vísu voru þeir aðeins trúboðsbiskupar,
en þó hafa þeir haft biskupsvald í öllum andlegum mál-
um og' agavald, sem þeim hefir verið á liendur falið af
erkibiskupi. Þeir liafa biskupað börn, veitt mönnum
skriftir og aflausnir, bannað hjúskap, andstæðan kirkju-
lögum, kennt mönnum að framkvæma helgiathafnir o.
s. frv. Ennfremur hafa þeir kennt og' fyrirskipað hið
helzta um helgidagshald kirkjunnar og lög hennar. En
hið merkasta starf þeirra hefir verið í því fólgið, að
U])irfræða og vígja presta, til að þjóna hinni ungu kristni.
Sá hiskup, sem mest dvelur hér, eftir Bjarnvarð bók-
vísa, hét Kolur, og er hvergi greint frá uppruna hans.
Nafnið virðist benda til, að hann liafi verið norrænn.
Ætla menn að hann hafi dvalið hér á árunum 1026 og
verið sendur hingað af Ólafi konungi lielga. Þetta styðst
af því, er Skarðsárbók segir, vafalaust eftir einhverri
fornri heimild, að hann hafi dvalizt i Haukadal með Halli
Þórarinssyni. En Hallur fór milli landa og hafði félag'
Ólafs konungs hins helga og fékk af því uppreist mikla1).
Hefir Hallur kynnzt biskupi við hirð konungs og boðið
honum til sín, er liann lét af kaupförum, eða konungur
falið hann Halli á liendur til fyrirgreiðslu, þegar Hallur
settist í helgan stein á Islandi. Gefur Ari fróði Halli
þann vitnisburð, að hann hafi verið sá maður, er al-
mælt var um, að mildastur væri og ágæztur að góðu á
landi hér ólærðra manna-). Getur lítill vafi leikið á því,
að Kolur hefir starfað að því með öðrum biskupsverk-
x) Heimskr. Prologus.
2) fsl. bók 9. kap.