Kirkjuritið - 01.01.1947, Blaðsíða 29
Kirkjuritið.
Menntun presta á íslandi.
23
ins til skólalialds, enda liafði hann í hyggju, að setja
munklífi í Vestmannaeyjum, þó að honum entist ekki
aldur til, og liefir ætlað það fyrir fræðasetur.
Klængur biskup Þorsteinsson (1152—1176) nam í
Hólaskóla hjá Jóni biskupi Ögmundssyni og „varð hinn
hezti klerkur og lengi síðan sæmilegur kennimaður í
Hólakirkju, hinn mesti upphaldsmaður kristninnar,
prédikaði fagurlega Guðs orð undir stjórn og yfirboði
lveggja Hólabiskupa, Ivetils og Bjarnar“, segir Gunn-
laugur munkur. „Hann hafði marga vaska lærisveina
með sér, ritandi bækur margar og merkilegar, þær sem
enn sjást á Hólum og víða annarsstaðar”1). Klængur
hefir verið hinn mesti snilldarmaður í hverskonar lær-
dómi, enda ber Hungurvaka honum liinn sama vitn-
isburð, að hann hafi verið „sköruligur“, „málsnjall“,
»hinn mesti lærdómsmaður“ og „hið mesta skáld“. Á
öðrum stað segir, þegar hann kom utan með Gizuri
Hallsyni, að þá hafi menn átt að fagna tveiin senn
»hinum heztu manngersemum á íslandi“2 3). Eftir að
hann kom í Skálholt, hélt hann áfram fyrri iðju sinni.
Hann lét rita tíðabækur miklu betri en áður voru. „Sú
var öll iðja hans senn: að kenna prestlingum og ritaði
°g söng psaltara, og mælti þá allt það, er nauð bar
til“3). Klængur hefir verið þaulæfður skólamaður, er
hann kom í Skálholt, af löngu starfi á Hólum og
kennslan því verið honum leikur einn.
Sama máli gegnir um eftirmann lians á biskupsstóli,
Þorlák Þórhallsson helga (1178—1193). Hann var skóla-
maður meiri en skörungur að upplagi, enda þótt liann
þvældist út í deilur, vegna auðsveipni sinnar við erki-
hiskup. Hann hefir verið harla vel menntur, fyrst úr
skóla Eyjólfs Sæmundarsonar í Odda, siðan af sex ára
H Bisk. 1,240—241.
2) Bisk I, 80—81.
3) Bisk. I, 83.