Kirkjuritið - 01.01.1947, Síða 30
21
Benjamín Kristjánsson:
Jan.-Marz.
námi erlendis í París og að Lineolni á Englandi. Eftir
að hann varð ábóti í Veri hefir liann stundað þar
kennslustörf. Segir svo í sögu hans, að hann hafi liaft
sér að fararhlóma, þegar hann kom úr utanför sinni,
lærdóm og lítillæti og' marga góða siðu, þá er hann sá
í sinni ferð, með mörgum góðum mönnum, biskupum
og öðrum lærðum mönnum og ráðvöndum. Á biskups-
stóli lagði hann á það mestan hug, er til kirkjunnar
kom og „kennimönnum væri allra hluta sem hezt feng-
ið. Það fvlg'di og þar með, að liann vandaði fyrir kenni-
mönnum þjónustugerð alla, og' kenndi þeim ástsamlega
allt emhætti, það er þeir voru skyldir að fremja með
sínum vígslum**1). „Hann kenndi oft klerkum, hæði
bækur að lesa, og annað nám, það er þeim var nytsam-
legt“2). Lærisveinn hans og fóstursonur var Magnús
Gizurarson, síðar hiskup3). Hefir hann ef til vill einn-
ig kennt Þorvaldi i Hruna, föður Gizurar jarls, því að
Gizur Hallsson, faðir þeirra var kær vinur Þorláks og
dvaldi löngum í Skálholti á efri árum sínum.
Páll Jónsson, biskup í Skálholti 1193—1211, liafði
numið í Odda, líklega lijá Jóni Loftsyni föður sínum.
En er liann var roskinn að aldri og kvongaður fyrir
nokkrum árum, réðst hann til utanferðar og var fyrst
í Orkneyjum með Haraldi jarli Maddaðarsyni, en fór
svo til Englands, sennilega eftir tilvísan Þorláks hisk-
ups, móðurbróður síns, og var þar í skóla. Hann „nam
þar svo mikið nám, að trautt voru dæmi til, að nokkur
maður hefði jafnmikið nám numið né þvílíkt á jafn-
langri stund; og þá er liann kom til íslands, þá var
hann fyrir öllum mönnum öðrum að kurteisi lær-
dóms síns, versagerð og bóldist. Hann var svo mikill
raddmaður, að af har söngur hans og' rödd af öðrum
0 Bisk. I, 102.
2) Bisk. I, 103.
0 Sturl. I, 196.