Kirkjuritið - 01.01.1947, Page 82
Jan.-Marz.
Samband trúar, siðgæðis og listar
í vetur sem leið varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi
að sjá sjónleikinn „Brúðuheimilið“ eftir Ibsen leikinn
i Reykjavik. Mér liefir jafnan þótt mikið koma til þessa
leikrits liins norska skáldjöfurs, og þetta kvöld jók það
talsvert á ánægju mína, að aðalhlutverkið var leikið á-
gætavel. — Svo sem sæmir góðum leikhúsgesti, notaði
ég að leikslokum óspart lófana til af láta í ljós hrifn-
ingu mína, og til þess að gjalda leikendum maklegaí
þakkir fyrir góða frammistöðu. — Ég mun ekki hafa
verið búinn að skella lófunum saman nema svo sem
20—30 sinnum, þegar sjötta skilningsvit mitt tók að
gefa mér til kynna, að þetta athæfi mitt væri tekið að
haka mér nokkra gagnrýni einhvers í námunda við
mig. — Ég leit ósjálfrátt til hliðar og varð þá var við
tvö augu, sem horfðu á mig með svip, sem lýsti i senn
undrun, samúð og fyrirlitningu. Augun tilheyrðu ung-
um menntamanni, sem sat við hlið mína, sýnlega ósnort-
inn af þvi, sem fram liafði farið á leiksviðinu. — Ég
lét mér ekki fatast, þó að þetta kæmi fyrir, hcldur hélt
áfram með lófalakið, eins og elckert Iiefði í skorizt. —
Þegar ég var loksins hættur að klappa, gat sessunautur
minn ekki lengur orða bundizt. Hann ávarpaði mig og
spurði, hvort mér þætti svona mikið koma til þessa
leiks. — Ég sagði svo vera. — Hann kvaðst fús á að játa,
að vel liefði verið farið með aðalhlutverkin, en leikur-
inn hefði samt ekki getað náð neinum tökum á sér,
vegna þess hve verkið væri mislieppnað frá höfundar-
ins hendi. Það væri hlátt áfram hlægilegt að sjá allan
þennan spenning og gauragang i leiknum rísa út af því,
að einkadóttir hefði tekið nafn vellauðugs föður trausta-