Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 65

Kirkjuritið - 01.04.1953, Page 65
SJÓNLEIKIR OG TRÚARBRÖGÐ 131 fólkið bera útlit sitt saman við gamanleikarann. Sennilega hefir Sókrates sjálfur verið dálítið broslegur karl í útliti, svo að ekki hefir það spillt ánægjunni. Þó að fullnægjandi sannanir muni vanta fyrir þessari sögusögn, gefur hún dálitla hugmynd um það, hvernig gamanleikirnir hafa farið fram. I sumum gamanleikunum var efni tekið úr heimi goðrænna vera, og þó að sjaldan muni hafa verið hent gaman að guðunum sjálfum, gat það komið fyrir, að ýmsir hálfguðir væru sýndir í því ástandi, að það vekti hlátur, t- d. ef hinn sterki og máttugi Herkúles kom fullur fram á sjónarsviðið. Yfirleitt náðu grískir gamanleikir ekki þeirri tign og göfgi, sem fólst í harmleikunum. Til þess var gamanið sjálft ekki nógu fágað, form leikanna of laust og inni- haldið ekki jafn stórkostlegt og í harmleikunum, þar sem óýpstu vandamál mannsandans voru tekin til meðferðar á bann hátt, að einfaldir dramatískir atburðir túlkuðu hina óýpstu speki. Það gamanleikaskáld, sem náði mestri hylli, var Aristofanes, sem enn þann dag í dag er talinn með ^nestu snillingum heimsins í þeirri grein. Hann tekur ýmsar meinsemdir þjóðfélagsins til meðferðar á þann hátt, að Það á erindi til allra tíma. Hinir forn-grísku harmleikir eru jafnan taldir meðal dá- samlegustu gimsteinanna, sem heimurinn á. Blómaskeið hinnar hellensku leiklistar var á fimmtu öld fyrir Krists hurð. Allir þeir, sem leiklist unna, munu telja þá leiki, sem fi’am fóru á þeim tímum í Dionysios-leikhúsinu við Akro- Polishæðina, með mestu og merkustu atburðum menning- arsögunnar. Þó var þetta leikhús ekki flókið að gerð eða útbúnaði. Það mun enn þann dag í dag vera hægt að sjá, hvernig það hefir verið úr garði gert. Upphaflega hefir þar verið reist fórnaraltari undir beru lofti, helgað guð- lnum Dionysiosi. Við það var jarðvegurinn harðtroðinn, svo að hægt væri að dansa þar, hvernig sem viðraði. Um- hverfis altarið myndast þannig allstór flötur, þar sem leik- ói'inn fer fram. I brekkunni fyrir ofan eru sætaraðirnar,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.