Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Qupperneq 14

Kirkjuritið - 01.10.1954, Qupperneq 14
372 KIRKJURITIÐ Til dæmis má nefna það, að í enskum kirkjum er staðið upp, meðan sungið er, og annars ekki, að ég hygg. Hér hefir frá ómunatíð gilt sú regla, að standa upp, þegar farið er með pistil og guðspjall og lýst blessun. Ann- ars ekki. Þetta skeður því fimm sinnum í venjulegri full- kominni messugerð: 1. þegar guðspjall er flutt frá altari, 2. þegar pistill er fluttur, 3. þegar guðspjall er lesið af prédikunarstóli, 4. þegar postullegri kveðju er lýst af stóli og loks 5. þegar blessunarorð eru flutt í messulok. Við þetta mætti standa, og allt annað veldur glundroða og óróa í guðsþjónustunni. Helgisiðabókin ríður þó hér á vaðið um glundroðann og segir á ákveðnum stað í skírnarformálanum, (sem er mjög sundurleitur og laus við ritúella tign): „Hér fer bezt á því, að söfnuðurinn standi upp og setjist ekki fyrr en eftir það, að presturinn hefir lesið blessunarorðin". Hvers vegna? Söfnuðinum er þetta að minnsta kosti ekki ljóst, því að nú er svo komið, að þegar skírt er í kirkju stendur söfnuðurinn helzt næstum því allan tímann með- an skírt er. Fólkið sprettur á fætur, þegar lesið er guð- spjallið úr Mark. 10. Ef það stenzt þá raun, stendur það upp fyrir guðspjallinu úr Matt. 28. Og ef það stenzt þá eldraun, kemur trúarjátningin því á fætur. Og það setzt ekki aftur fyrr en öllu er lokið, að meðtöldu ávarpi til guðfeðgina. Þessu hefir helgisiðabókin komið á stað með sinni frómu ráðleggingu, sem vitanlega er alveg út í hött. Hvers vegna á að standa upp meðan skírt er, frekar en t. d. meðan inn- setningarorð eru tónuð og útdeiling fer fram. Það eru þó í hugum fólksins vissulega helgustu og háleitustu stundir, sem til eru í kirkju. Og ef standa á upp fyrir trúarjátningunni, eins og sumir telja sjálfsagt, hví þá ekki standa upp fyrir „Faðir vor“? Er þessi bæn sjálfs frelsarans minna virði en mannlegt orð trúar játningarinnar ? Hér rekur sig eitt á annað, og eina samræmið er að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.