Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Síða 16

Kirkjuritið - 01.10.1954, Síða 16
374 KIRKJURITIÐ En prestarnir auka margir hverir á þetta með því að vera hver með sína credó. Helgisiðabókin frá 1934 gengur hér á undan einnig, þar sem gömlu orðin, þegar kastað var rekunum, máttu ekki halda velli ein saman, heldur varð þar að finna önn- ur orð við hliðina á. Þessi orð eru nálega það eina í jarðarfararathöfninni, sem er algerlega ritúal, og því er ekki að furða, þó að annað fari úr skorðum um leið og þessi orð eru losuð af rót. En ég skal játa, að mér finnst slíkar athafnir þola mikið betur ýmiskonar frávik en sjálf guðsþjónustan í kirkjunni og sakramentin. Lokaorð. Ég skal svo ekki fara um þetta fleiri orðum að sinni. Og ég vil taka það fram, að þó að ég taki hér þetta mál til meðferðar og vildi gjarnan heyra, hvað menn hafa um það að segja, þá er þetta ekki neitt aðalatriði, ekki kjarninn sjálfur. Híbýlaprýði og góður klæðnaður er ekki lífið sjálft, en það skiptir þó miklu máli, hvort þar er allt í röð og reglu eða ekki. Eða — ef til vill er það einmitt ekki? Ef til vill á kirkja vor, þjóðkirkjan íslenzka, að vera í þessu sem frjálsust, vera enn meira í áttina til trúmála- flokkanna, sértrúarflokkanna? Innlendar fréttir. Séra Þorbergur Kristjánsson, prestur í Bolungarvík, hefir fengið frá Alkirkjuráðinu styrk til framhaldsnáms í guðfræði. Hann fór utan í september- mánuði til Englands og mun að forfallalausu stunda nám sitt erlendis fram á næsta sumar. Séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup hefir fengið lausn frá prests og prófastsstörfurn frá 1. október.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.