Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.10.1954, Blaðsíða 26
384 KIRKJURITIÐ því, sem sál þeirra þjáði og þjakaði. Sálarástandið verkaði á bakteríu-sjúkdóminn. Þetta, að sálarástand mannsins verki á heilbrigði líkamans, hafa taugalæknarnir fyrst viðurkennt. Enda er raunin sú, að það eru aðallega tauga- og geðsjúkdómalæknar, sem tekið hafa þátt í félagsskap presta og lækna erlendis, þótt læknar, sem eru sérfræðingar á öðrum sviðum læknisfræðinnar, séu sumstaðar einnig með. Prestunum ber skylda til að vinna að andlegri heilbrigði sókn- arbarna sinna. Læknar, sem lækna eiga bæði líkama og sál, meta nú þetta starf prestanna. Þeir meta það starf, sem unnið er til þess að sálarlíf manna sé heilbrigt. Þótt ég hafi sagt frá því áður, og síðast í erindi, sem ég flutú í gærkvöldi á fundi í Kristilegu stúdentafélagi, langar mig samt til að segja frá samtali, sem ég í sumar leið átti við dr. Fröys- haug yfirlækni og aðalstjórnanda hælisins í Dikemark í Noregi, þar sem prestur stofnunarinnar, C. Mamen, var viðstaddur. Ég spurði hann að því, hver hann héldi að væri aðalorsök hinnar algengu taugaveiklunar fólks nú á dögum. Aðalorsökina taldi hann hinn mikla hraða, hvíldar- og kyrrðarleysi nútímans. En svo sagði hann eitthvað á þessa leið: „Sálarfræðin, en þú einkanlega sálgreiningin (psykoanalyse) hefir leitt það í ljós, að það hefir ill og skaðvænleg áhrif á taugakerfi fólks að bæla niður þá hæfileika sína og hvatir, sem sterkust áhrif hafa á sálarlífið. Fjölmargir menn nú bæla einmitt niður sterkasta hæfileika sálar sinnar, trúarþörfina. Því það er sannleikur, það sem mestu andans menn fortíðarinnar sögðu, að sál mannsins er óróleg, unz hún hvílist í Guði. Guð skapaði manninn með þeim hæfileika, með því eðli, að sál hans finnur hina sönnu hamingju aðeins með því að hvílast í skapara sínum. Það hefir ægileg áhrif á allt sálarlífið, allt taugakerfið, að berjast gegn sínu innsta eðli. Það hefnir sín ávallt að brjóta lög lífsins og tilverunnar. Eins og rekja má marga líkamlega sjúkdóma til þess að heilbrigðislögmálin eru rofin, eins má rekja andlega sjúkdóma, taugasjúkdóma, til þess að brjóta hin andlegu heil- brigðislögmál, en það gerir fólk, sem berst á móti trúarþra sinni og trúarþörf“. Þegar þessi yfirlæknir hafði sagt þetta og presturinn stað- fest það, þá minntist ég þess, að hinu sama hélt Alfreð Gíslason,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.