Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Síða 28

Kirkjuritið - 01.10.1954, Síða 28
386 KIRKJURITIÐ að gera æ háværari og háværari kröfur til vor, íslenzkra presta, að vér önnumst sálgæzluna vel, og leggjum mikið starf fram í því efni. Þegar um skriftirnar er rætt, vaknar sú spurning, er ekki nóg, að fólk skrifti fyrir lækni sínum. Það er víst, að góðir læknar eru skriftafeður sjúklinga sinna. Sjúklingar leita helzt til þeirra lækna, sem þeir bera fullt traust til, sem þeir treysta svo vel, að þeir geti skriftað fyrir þeim. Það skal játað, að það er gott, að sjúklingar skrifti. Það getur haft úrslitaþýðingu um batahorfur, hvort heldur er um andlegan eða líkamlegan sjúkdóm að ræða. — En máltækið seg- ir: ,,Betra er heilt en vel gróið“. Það eru sjúklingar, sem leita til lækna og skrifta fyrir þeim. Það þarf að koma i veg fyrir, að fólk verði sjúklingar. Skriftir fyrir presti eiga að hjálpa til þess, að fólkið finni sjúkleik sinn og leiti læknis. Þess þarf þó vandlega að gæta, að skriftir eru aðeins áfangi á leiðinni, ekki lokatakmark. Takmarkið er að skrifta fyrir Guði sjálfum. Játa allt fyrir honum. Opna sál sína fyrir honum. Læknar þeir, sem ég hefi lesið rit eftir, skýra frá því, að þeir hafi margoft fundið góðan bata hjá sjúklingum sínum, þegar þeir höfðu skriftað fyrir manni, en þá fyrst hefðu þeir hlotið fullan bata, þegar þeir höfðu skriftað fyrir Guði. Hvíldin í Guði gaf öryggi og sálarró. Taugarnar ofspenntu og þjáðu fengu hvíld. Kirtlastarfsemin komst aftur í lag. í Guði fékk sjúkling- urinn fulla heilbrigði og hreysti. Þegar taugaveiklun er að byrja, lýsir það sér oft á þann hátt, að menn fara að tala meir um trúmál en þeir hafa áður gert. Einmitt þá skyldu menn skrifta fyrir presti, svo þessi byrjandi veiklun verði ekki að sjúkdómi. Einmitt vegna þess, hve trúar- þörfin er rík í hverri mannssál, ætti sérhver hugsandi maður að tala um hin helgustu mál við prestinn sinn, eða einhvern annan lærisvein Drottins, sem hann getur fullkomlega treyst. Það er vísindaleg staðreynd, að sálarorkan hefir bein áhrif á heilsu manna andlega og líkamlega. En þá má spyrja, hefir sálarorka mín eða þín aðeins áhrif á okkar eigin heilsu, hefir hún ekki áhrif á heilsu annarra? — Getur þú með sálarorku þinni stuðlað að heilsu annarra manna? Samkvæmt vísindalegum rannsóknum er hugsanaflutningur staðreynd. Um aldaraðir hefir því verið veitt athygli, að bjart-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.