Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.10.1954, Blaðsíða 38
396 KIRKJURITIÐ að skammt yrði stórra högga á milli í fjölskyldunni, því að tæpum þremur árum síðar drukknaði Ingólfur, eini bróðir séra Eiríks. Eftir það dvöldust þau mæðginin, Ei- ríkur og Kristín, aðeins skamma hríð á Seltjarnarnesinu, en fluttust fljótlega alfarin inn í Reykjavík og dvöldust þar um nokkurt skeið. Snemma kom það í ljós, að séra Eiríkur var góðum gáfum gæddur, og því varð það að ráði, að hann legði leið sína í Menntaskólann í Reykjavík, og þaðan útskrif- aðist hann stúdent 1914. — Þá lá leið hans í guðfræði- deild Háskólans, og þaðan brautskráðist hann kandidat árið 1918. Má nærri geta, að þau mæðgin urðu oft að leggja hart að sér til þess að kljúfa kostnaðinn við nám þetta. Sama vorið, 8. júní, gekk hann að eiga Önnu Elínu Oddbergsdóttur frá Bakkakoti á Seltjarnarnesi. Og skömmu síðar héldu þau ungu hjónin austur í öræfi, en þangað vígðist séra Eiríkur 2. júní þá um vorið. Fyrsta veturinn dvöldust þau í Svínafelli, en sumarið eftir settust þau svo að á prestsetursjöröinni Sandfelli og hófu búskap þar. Ekki þykir mér ósennilegt, að mörgum hafi fundizt það talsverð bjartsýni af hinum ungu prestshjónum, að setj- ast að í einu af hinum afskekktustu prestaköllum landsins. En séra Eiríkur vissi, að einnig þar var bróðirinn í þörf fyrir starfskrafta hans. Og hann lagði sig líka allan fram- Um árangurinn er ekki okkar að dæma, — hann er geymd- ur hjá Guði. I hinni afskekktu, en fögru, jökulkrýndu sveit undu þau hjónin vel hag sínum um langt skeið. En árið 1931 fékk séra Eiríkur veitingu fyrir Bjarnanessprestakalli, og þang- að fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni þá um vorið. Og hér í Bjarnanesi hefir starfssvið hans verið síðan. Prófast- ur í Austur-Skaftafellsprófastsdæmi var hann frá árinu 1944. — Um alllangt skeið var hann eini presturinn 1 sýslunni, sem er þrjú prestaköll, og þjónaði hann þeim öllum af sínum alkunna dugnaði. — En þó að prestsstörfin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.