Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Page 40

Kirkjuritið - 01.10.1954, Page 40
398 KIRKJURITIÐ að þeirra væri svo skammt að bíða, sem raun bar vitni um, en þegar honum á síðastliðnu vori varð ljóst, hvert stefndi, tók hann þeim tíðindum með slíkri stillingu og æðruleysi, að allir þeir, sem til þekktu, hlutu að fyllast aðdáun. „Ég ber lotningu fyrir honum tengdaföður þín- um,“ sagði einn af stéttarbræðrum okkar við mig í vor, þegar við áttum tal saman um sjúkleika hans. Og sjálfur sagði hann við mig í eitt síðasta skiptið, sem við töluðum saman: „Það væri gaman, að fá að vera hjá ykkur nokk- ur ár enn, — en hitt verður líka gaman, að hitta hana önnu mína aftur.“ Trú hans var einlæg og sterk til hinztu stundar. Séra Eiríkur bar sterkan persónuleika og var um margt sérstæður maður. Hið ytra var hann oft nokkuð hrjúfur, en það var aðeins hjúpur, sem hann bjó sér, til þess að geta dulið betur sínar heitu og viðkvæmu tilfinningar. Það fundu þeir bezt, sem þekktu hann mest. Annars var hann í daglegri umgengni glaðlyndur mjög og ræðinn, og engum held ég að hafi leiðst í návist hans. Þar sem hann var nálægur, var jafnan hressandi og frískt andrúmsloft. Séra Eiríkur var ekki einn í þeirra hópi, sem loka bók- unum um leið og sEólanámi er lokið. Hann las mikið, og var sífellt að auka þekkingu sína allt lífið út í gegn. Enda var hann víða heima, og sjaldan hygg ég, að hann hafi hitt þá menn að máli, sem hann ekki gat rætt við um þeirra eigin áhugamál. Séra Eiríkur var, held ég, sá hreinlyndasti maður, sem ég hefi kynnzt. Allur tvískinnungsháttur var honum mjög fjarri skapi. Hann var óhræddur að taka ákveðna afstöðu til þeirra mála, sem honum þótti einhverju skipta. Og heldur stóð hann einn til þess að bera sannleikanum vitni en láta það kyrrt liggja, sem hann vissi sannast og réttast. — En sárast sveið honum ávallt, þegar hann sá rétt hins fátæka og vanmátta bróður fyrir borð borinn af blindri sjálfselsku og auðhyggju. Þar reyndi hann að spyrna á

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.