Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Side 43

Kirkjuritið - 01.10.1954, Side 43
FYRIR ÞÁ ALLA 401 Af sæ og landi, suðri’ og norðri frá, í sigurgöngu mætzt er himnum á og sungið Föður, Syni' og Anda þá —: HALLELÚJA, HALLELÚJA. Valdemar Snœvar þýddi. * Eintal sálar. Ort á hinn almenna bænadag 1954. Lífsins faðir, Ijóssins herra, lít í þinni náð til vor. Þjáðum heimi liðsemd Ijáðu, léttu öll vor sorgar spor. Heilög þrenning, heyr, vér biðjum, helga þér vort líf og sál. Gef, að verði friður, frelsi föðurlands og alheims mál. Freistingunum frá oss bægðu, fyrirgef oss vora synd. Heims oflæti og hroka lægðu, heilskyggn gjör þú augun blind. Auk þú hjartans auðmýkt sanna, efl og styrk þú sannleikann, ást til þín og allra manna. Auk oss, drottinn, kærleikann. Láttu trúar Ijósið bjarta lýsa þar, sem myrkrið býr. Guð minn, forða grandi og voða, gef, að renni dagur nýr. Land og þjóð þín líknarhöndin leiði og styrki alla tíð. Dýrð og heiður sífellt sungin sé þér, drottinn, ár og síð. Jón Arason.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.