Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Page 44

Kirkjuritið - 01.10.1954, Page 44
150 ára afmœli Hins brezka og erlenda Biblíufélags. Eftir INGIBJÖRGU ÓLAFSSON. í júlímánuði 1814 kom enskur maður, dr. phil. Ebenezer Henderson, til íslands á vegum Biblíufélagsins brezka, sem þá var 10 ára gamalt. Erindi hans var að kynnast þjóðinni og starfa að útbreiðslu Biblíunnar. Hann hafði með sér nokkur þúsund eintök af Biblíunni og Nýja-Testamentinu, sem hann hafði látið prenta á íslenzku í Danmörku, — svo ekki var hægt að segja, að hann kæmi tómhentur. Dr. Henderson ferðaðist mikið um ísland og skrifaði ágæta ferðasögu, sem enn er talin meðal hinna merkilegustu ferðabóka um ísland, sem út hafa komið á ensku. — Margar ferðasögur hafa verið skrifaðar um ísland á erlendum málum, sumar þeirra mjög ómerkilegar og illviljaðar, vegna þess að höfundarnir skildu ekki þjóðina, sáu aðeins galla hennar og gerðu sem mest úr þeim. Dr. Henderson sá vel hina miklu fátækt þjóðarinnar og sjálfsagt líka galla hennar, — en hann breiddi klæði kærleikans yfir þá, — því að hann kom auga á hina mörgu fögru gimsteina, sem glitruðu í hinum lágu bæjarhúsum og kofum. Á Bægisá í Eyjafirði heimsótti hann séra Jón Þorláksson, „hinn mikla Milton íslands", eins og Bjarni Thorarensen kall- aði hann. Dr. Henderson hafði bæði hjarta og menntun til þess að skilja hið góða skáld í hinum fátæklegu fötum og húsa- kynnum. — Það var þessi ágæti Englendingur, sem varð frum- kvöðull þess, að ákveðið var á fundi í Reykjavík hinn 10. júlí 1815, að Hið íslenzka Biblíufélag skyldi verða stofnað, og var það gert á því ári. Séra Jóni Þorlákssyni þótti vænt um heimsókn þessa sendi- boða brezka Biblíufélagsins. Það sést ljóst á kvæði hans: „Til hins enska Biblíufélags frá íslendingum“, sem séra Jón dag-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.