Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Síða 45

Kirkjuritið - 01.10.1954, Síða 45
150 ÁRA AFMÆLI 403 setti hinn 10. júlí 1815 og próf. Finnur Magnússon þýddi á latínu. Þar eru þessar línur: „Háleitt félag til heiðurs Guði, helgað og frama Krists söfnuði. Gott verk hefir þú gjört á mér! Þess skal ég jafnan vottur vera.“ Margir eru þeir, sem hafa getað sagt líkt þessu um þetta fræga félag og sendiboða þess, í þau 150 ár, sem það hefir starfað. Hið brezka og erlenda Biblíufélag, sem var stofnað 7. marz 1804, hélt 150 ára afmæli sitt hinn 5. maí, það er að segja, aðalhátíðin var haldin þá í Lundúnum, í Central Hall, West- minster. Fundir þeir, sem haldnir voru í tilefni af afmælinu, byrjuðu með dálítilli minningarhátíð hinn 7. marz í húsi fé- lagsins í Lundúnum, og enduðu eiginlega ekki fyrr en hinn 16. júní. Það var í ráði, að séra Sigurbjörn Á. Gíslason skyldi taka þátt í hátíðinni, en þar sem hann ekki treysti sér til þess vegna heilsunnar, hringdi biskupinn til mín og bað mig að vera fulltrúa Hins íslenzka Biblíufélags. Fyrsta mótið, sem ég tók þátt í, var fundur Hinna sam- einuðu Biblíufélaga, sem haldinn var í Eastbourne frá 26. apríl til 1. maí. Þar voru mættir fulltrúar frá 30 löndum. — Mér var tekið með mikilli alúð, og undi ég vel hag mínum á meðal þessa góða fólks, sem var hin mesta ánægja að ræða við, þegar tómstundir gáfust. Mikill tími gekk í umræður um Biblíu þýðingar, og voru þarna staddir bæði karlar og konur, sem vinna að því vanda- sama starfi. Á meðal þeirra var séra Chandu Ray frá Pakistan, sem hefir lokið við þýðingu og séð um prentun Tibet-Biblíunn- ar og Biblíu Sindhi fólksins. Hann er Hindúi og hefir stundað nám á Englandi. Að mínu áliti var hann mestur ræðumaður allra þeirra, sem ég heyrði tala á þessum fundum. Hann hafði hinn brennandi áhuga þeirra, sem nýlega hafa fundið hina dýru perlu, og hafa selt allt, sem þeir áttu, til þess að eignast hana. Annar Indverji, Mr. Mahanty, aðalframkvæmdastjóri Biblíu- félaganna á Indlandi, Pakistan og Ceylon, var mjög áhyggju-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.