Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Síða 53

Kirkjuritið - 01.10.1954, Síða 53
KIRKJUKÓRASAMBAND ISLANDS 411 12. Páll Halldórsson frá Kirkjukórasambandi N.-Þingeyjar-prófastsdæmis. 13. Séra Jakob Einarsson frá Sambandi austfirzkra kirkjukóra. 14. Frú Hanna Karlsdóttir frá Kirkjukórasambandi Rangárvalla-prófastsdæmis. 15. Frú Anna Eiríksdóttir frá Kirkjukórasambandi Árnes-prófastsdæmis. 16. Guðmundur Þórarinsson frá Kirkjukórasambandi Gullbringusýslu. Auk ofannefndra fulltrúa var mættur séra Pétur T. Oddsson, formaður Kirkjukórasambands Dala-prófastsdæmis. Var gengið til dagskrár og fyrst lesin fundargerð síðasta aðalfundar. Fundurinn samþykkti að senda kveðjur sínar símleiðis til frú Guðrúnar Pétursdóttur, biskupsekkju, og til biskupshjónanna, herra Ásmundar Guðmundssonar og frú Steinunnar Magnús- dóttur. Þá flutti formaður starfsskýrslu sambandsins. Þakkaði hann fyrst mikilsverðan styrk fjárveitingavaldsins og lét í ljósi von um, að hann mætti haldast í framtíðinni og sambandinu þannig takast að halda uppi skipulagðri kennslu fyrir sambandskórana. Frá aðalfundi í fyrra til áramóta höfðu 21 kór notið kennslu í 25 vikur, en frá áramótum til aðalfundar 28 kórar í 33 vikur, eða samtals á starfsárinu 49 kórar í 58 vikur. Söngmót höfðu 4 kirkjukórasambönd haldið á árinu: Eyja- fjarðar- (tvisvar), Borgarfjarðar-, Dala- og Mýra-prófasts- dæmis. — 70 kirkjukórar sungu opinberlega, utan messu, 135 sinnum. 9 kirkjukórar voru stofnaðir á starfsárinu. Brýndi söngmálastjóri fyrir fulltrúunum að stuðla að vexti °g viðgangi hinna starfandi kirkjukóra og hlúa sem bezt að °rganistunum með bættum kjörum og starfsskilyrðum og reyna aÖ vekja sem mesta virðingu fyrir starfi þeirra, svo að ungt fólk fýsti að takast organistastarf á hendur. í söngskóla þjóðkirkjunnar höfðu síðastliðinn vetur stundað nám 17 organistar og að auki 5 söngkennaraefni, eða samtals 22 organistar. Væri þó enn þörf fyrir fleiri, þar sem víða væri tilfinnanlegur skortur kirkjuorganleikara. Þá lagði formaður fram starfsáætlun til næstu áramóta, þar

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.