Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1954, Blaðsíða 56

Kirkjuritið - 01.10.1954, Blaðsíða 56
414 KIRKJURITIÐ kirkjusöngsins, og einnig þakkaði hann Kjartani Jóhannes- syni fyrir söngstarfið. Að lokum sungu allir kórarnir þjóðsönginn. Fullt hús var og almenn ánægja. Skeyti barst frá biskupi landsins, herra Ásmundi Guð- mundssyni. Gestir komu á mótið úr Mýra- og Strandasýslum og úr Reykjavík. 1 Dölum er margt af ágætu söngfólki, er leggur mikið á sig að æfa í kórunum með organistum sínum, og mun kór vera starfandi við flestar kirkjur í sýslunni. Og prófasturinn í Dalaprófastsdæmi er söngstjóri kóranna og lífið og sálin í öllu kirkjusöngstarfi héraðsins. Stjórn Kirkjukórasambands Dalaprófastsdæmis og allir þátt- takendur í móti þessu eiga miklar þakkir skyldar fyrir að efna til þessa ágæta söngmóts. S. B. * Söngskóli þjóðkirkjunnar. Söngskóli þjóðkirkjunnar lauk störfum þann 30. apríl síðastliðinn. Hefir skólinn, eins og undanfarin ár, starfað frá 1. nóvember til 1. maí. Skólastjóri er Sigurður Birkis söngmálastjóri. Kennarar við skólann voru, auk skólastjóra, þeir Páll Kr. Pálsson organleik- ari, Þórarinn Jónsson tónskáld og Guðmundur Matthíasson kennari. Námgreinar voru: Orgelleikur, söngur, tónfræði, tón- listarsaga, messusöngur og söngstjórn. Skólinn er fyrst og fremst stofnaður til að veita kirkjuorgan- leikurum, guðfræðingum og barnasöngkennurum (utan Reykjavíkur) hagnýta þekkingu í fyrrtöldum námsgreinum- Alls komu 35 slíkir nemendur í skólann í vetur. Við skólauppsögn flutti skólastjóri ræðu og hvatti nemend- ur til að efla sem mest þeir mættu kirkjusöng og sönglíf almennt, hver í sínu byggðarlagi, nú er þeir færu út í starfið meðal fólksins, og minnti þá á að reyna alltaf að mennta sig sjálfa meira og meira, svo að skilningur þeirra vaxi og andi þeirra verði stöðugt frjórri. Og að láta sem flesta njóta góðs af þeirri menntun, sem þeir hafi hlotið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.