Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1964, Page 16

Kirkjuritið - 01.10.1964, Page 16
350 KIItKJURITIÐ ICirkja vor kallast Evangelisk-lútlierska kirkjan í Tanganíku. Meðlimir hennar eru um 400.000. Áður fyrri voru hér sjö lút- herskar kirkjudeildir, en þær sameinuðust í eina árið 1963. Ibúar Tanganíku eru 10 milljónir. Þar af eru 2 milljónir kristnar, þar með taldir rómversk-kaþólskir. Hinir eru annað livort heiðingjar eða Múliameðstrúar. Af þessu sést að fagn- aðarboðskapurinn á liingað mikið erindi. Fagnaðarerindinu standa margar dyr opnar, en oss skortir bæði fé og fólk (presta) til að bæta úr þörfunum. Þá veldur það miklum vanda liversu margir, einkum af æskulýðnum, leita úr sveitahéruðunum til borganna og falla þar í margs konar freistni. Þetta krefst fleiri presta og kirkna í borgunum. Guði séu þakkir fyrir það, hvað kirkjan er í örum vexti. Sautján þúsund fullorðnir vorn skírðir þrjú síðustu árin. Tala skírðra barna var jafnvel enn hærri. Dvöl mín á íslandi var mér á margan hátt til gleði. Guð blessi yður öll! Dr. Jaak Taul, forseti Lúlherska kirknasambandsins á Bretlandseyjum. ★ Ég sendi hinni alúðlegu íslenzku þjóð og kirkju þakkir mínar með kveðju postulans í 2. Ivor. 13, 13: Náðin Drottins Jesú Krists og kærleiki Guðs og samfélag heilags anda sé með yður öllum. Hér ræðir um: náð, kærleika, samfélag. Til þess að gjöra oss nútíðarmönnum þessi orð skiljanleg, liygg ég vel til fallið að hugfesta grandgæfilega livað er andstætt þessum blessunar- bænum postulans. Vér biðjum um aukið samfélag, enda þörfnumst vér þess öll, og vér fundum til náins samfélags við yður öll í Reykjavík. En vér vitum liins vegar að andstæða samfélagsins er óeining- in. Óeiningin er mikill bölvaldur í veröldinni á vorum tímuin, og allir trúaðir menn skyldu hiðja þess, að Heilagur andi hjálpi oss að sigrast á henni. Einingin er dýr gjöf Heilags anda.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.