Kirkjuritið - 01.10.1964, Side 24
358
KIKKJUHITIÐ
Fornar röksemdir mótmælenda þarfnast auðsæilega breyt-
inga, ef gætt er þessarar þróunar. Dugar þá ekki lengur að
hjakka í 16. aldar farinu. Og sama áherzlan, sem lögð er á al-
menna hluttöku safnaðarins í altarisgöngunni, er einnig lögð
á þátttöku lians í öðrum lielgi- og guðsþjónustuatliöfnum. 1
þeim tilgangi er þess krafist að prédikunin sé gildur þáttur
guðsþjónustunnar, a. m. k. á sunnudögum og hátíðum. Inn-
leiðsla móðurmálsins við guðsþjónusturnar mun einnig stór-
auka almenna þátttöku. Við sérstakar athafnir: (skírn, ferm-
ingu, hjónavígslu, greftrun o. s. frv.) mun móðurmálið næstum
undantekningarlaust verða notað. Þessari þróun mun fylgja
sú vaxandi viðleitni að gera liinar erfðabundnu lielgisiðareglur
Rómarkirkjunnar sem þjóðlegastar, einkum innan binna ungu
kirkna í Asíu og Afríku. Gerum vér oss þess grein að þegar
svona er komið er sú röksemd, að allt fari fram á dauðu máli,
úr gildi fallin? Eru söfnuðir vorir því andlega vaxnir að gera
trúarlegan greinarmun á altarisgöngu sem fer fram á móður-
málinu í Rómverskri kirkju og þeirri, sem vér höldum að sið-
bótarliætti? Eigum vér hér ekki gríðarlegt guðfræðistarf fyrir
liöndum og einnig upplýsingarþjónustu innan safnaðanna? Ég
vil enn vekja athvgli vora á því, að hin gömlu vopn duga lítt
eftir að þessar hreytingar eru á komnar bæði á sviði guðfræð-
innar og safnaðarlífsins.
Síðara dæmið, sem ég ætla að taka um breyttar starfsaðferðir
varðar alkirkjumálin. Ákvarðanir þingsins í þessum málum
liljóta að koina við sögu allra kirkna vorra. Alkirkjuhreyfing-
in hefur náð tökum á Rómarkirkjunni og leynir sér ekki að
bafist hefur verið lianda af liennar hálfu á Jiví sviði. Hér sem
áður má kveða svo að orði, að ekkert hafi breytzt né muni
breytast. Forráð páfans verða enn á ný undirstrikuð, eins og
á daginn kom í nýja páfabréfinu Ecclesíam Suam. En fram-
kvæmdirnar verða þrált fyrir það með allt öðrum liætti en áð-
ur. Páfinn hefur ekki aðeins marg sinnis af sinni bálfu lýst
áhuga sínum á einingu kirkjunnar í orði og verki, svo sem
með ræðuni sínum á þinginu, för sinni til Jerúsalem og mikil-
vægum ummælum í liréfi sínu. Þingið mun líka opna Rómar-
guðfræðingum leiðir til þátttöku í alkirkjumálaumræðum.
Gjörum við oss grein fyrir, hvaða áhrif það hefur, að Rómar-