Kirkjuritið - 01.10.1964, Síða 27
Avarp biskups
og yfirlitsskýrsla á prestastefnu 1964
RrœSur og vinir
Enn er runninn sá gleðinnar dagur, að vér konnim sanian,
þorrinn af prestum landsins, til þess að ráðgast uin starfsemi
'oia og málefni þeirrar helgu stofnunar, sem vér þjónum, til
þess að samstillast í anda og uppbyggjast liver með öðrum.
Ég veit, að það er yður ölluin, eins og mér, þakkarefni að fá
taíkifæri til slíkrar samveru og að vér liefjum störfin hér með
þeirri einlægu von og bæn, að blessun Guðs livíli yfir þeim og
spretti frá þeim, kirkju vorri og þjóð til þrifa og heilla.
Ég þakka yður öllum, sem liingað bafið sótt að þessu sinni,
niargir um langan veg. Ég þakka atböfnina í Dómkirkjunni í
morgun, prédikun og aðra þjónustu. Verið allir velkomnir.
Það vill svo til, að prestastefna þessa árs er kvödd saman á
nákvæmlega sama tíma og í fyrra. Hafði ég ekki gert ráð fyrir
því, að svo mundi verða, vissi ekki vonir til, að neitt slíkt tilefni
bæri að á þessu ári, er gerði það eðlilegt að breyta enn út af
gamalli liefð um tíma synódunnar. Ég tek þetta fram til þess
að taka vara fyrir bugsanlegum misskilningi um það, að ég
'ilji gera það að reglu að hafa enga reglu á því, bvenær hin ár-
lega prestastefna er boðuð. Að vísu á sú befð, sem koinizt liefur
a í þessu efni, rætur í aðstæðum, þjóðfélagslegum og atvinnu-
iegum, sem nú eru úr sögunni, eða að minnsta kosti ekki líkt
því eins knýjandi og áður. En það út af fyrir sig er ekki tilefni
til fráviks, ef ekki kemur annað til. Það er öllum betra að tími