Kirkjuritið - 01.10.1964, Side 38
KIRKJURITIÐ
372
umdæmis Keflavíkurflutívallar. Jafnframt er honum falið að
vera ráðunautur um æskulýðsmál í Kjalarnessprófastsdæmi.
Ég býð séra Braga velkominn í hóp þjónandi presta. Hann
er fæddur á ísafirði 15. marz 1927, stúdent 1949, kandidat í
guðfræði frá Háskóla íslands 1953, vígðist sama ár til Lundar-
Langrutli-safnaða í Manitoba, Canada, gerðist prestur Gimli-
safnaðar 1955, kom heim til íslands liaustið 1956 og var ráð-
inn framkvæmdastjóri æskulýðsráðs Reykjavíkur. Hefur liann
gegnt því starfi til næst liðinna áramóta. Hann liefur frá upp-
liafi verið formaður æskulýðsnefndar þjóðkirkjunnar og látið
vel til sín taka í þeim málum.
Séra Páll Pálsson, sem frá 1. september 1962 hafði verið að-
stoðarprestur í Vík í Mýrdal, var hinn 15. maí þ. á. skipaður
sóknarprestur þar.
Séra Stefán Lárusson, sóknarprestur að Núpi í Dýrafirði, var
frá 1. júlí þ. á. skipaður sóknarprestur í Oddaprestakalli i
Rangárvallaprófastsdæmi.
Þeirra breytinga, sem urðu vegna nýrra prestsembætta i
Reykjavík, mun ég geta síðar.
Prestaskipti verða ni'i í liaust milli íslenzku kirkjunnar og
þeirrar skozku. Séra Rohert Jack á Tjörn skiptir störfum við
séra Hugh Martin, prestur í Glasgow. Býð ég séra Hugh vel-
kominn og fagna komu hans. Hann liefur numið íslenzka
tungu svo, að vel má duga honum, enda mun liann verða fljót-
ur að æfast í málinu.
Tveir prófastar liafa verið skipaðir: Séra Þorgrímur V. Sig-
urðsson í Snæfellsnessprófastsdæmi frá 1. október 1963 og séra
Sigurður Guðmundsson í Suður-Þingeyjarprófastsdæmi frá 1-
desember sama ár.
Séra Sveinn ögmundsson var settur prófastur í RangárvalD'
prófastsdæmi 1. júní 1963.
Séra Valgeir Helgason var settur prófastur í Vestur-Skafta-
fellsprófastsdæmi frá 1. desember 1963.
Séra Sigurður Stefánsson, vígsluhiskup, fékk, að eigin ósk,
lausn frá prófastsstörfum frá 15. apríl þ. á. Prófastur í Ey.la'