Kirkjuritið - 01.10.1964, Side 58
392
KIHKJURITIÐ
En kirkja, sein stendur lengst af tóm er sanit lítið annað
en minnismerki. Áminning, en ekki sú aflstöð, sem hún á og
þarf að vera.
Eitt sinn spurði Eivind Berggrav dreng að því norður í Finn-
mörk, til hvers kirkjur væru. „Til uppbyggingar“, svaraði
drengurinn. „Til hvers konar uppbyggingar?“ innti þá biskup
nánar eflir. Og það stóð ekki á svarinu: „Til að uppbyggja
bið eilífa líf í sálum okkar“. Ogleymanlegt svar.
En þó verður þess að gæta að skilja það ekki á þann hátt,
að kirkjugangan sé mál einstaklingsins. Hver sæki þangað að-
eins sér til uppbyggingar. Einu sinni sagði sá bóndinn, sein
lengsta og torsóttasta leiðina átti lil kirkjunnar, við mig: „Mig
langar til að Jiað komi alltaf einhver frá okkur, þegar á að
messa“. Og hann stóð við það.
Hann fann til skyldu sinnar lil að halda uppi safnaðarguðs-
Jijónustunni, sjálfum sér og öSrum til uppbyggingar.
Nú Jiegar kirkjurnar eru komnar í gott horf, lilýjar og smekk-
legar, er næsta verkefnið að efla kirkjusóknina. Til þeirrar
innri uppbyggingar verður liver að leggja sitt af mörkum eins
og til hinnar ylri. Og nú er enn meira í húfi.
Frá hrennandi viðnum á arninum leggur hitann um húsið.
Hvorki kristin trú né siðgæði — hvorki kirkja né kristnilíf
■— hlómgast í landinu án lifandi safnaðarlífs: góðrar kirkju-
sóknar og margvíslegra safnaðarstarfa. Öll orð um umhyggju
fyrir viðhaldi kristninnar eru ómerk, ef ekki fylgir þeim við-
leitni í verki.
Stórmerkt framtak
Guðfræðinámskeiðið á Eiðum, sem Prestafélag Austurlands
stóð að í lok ágúslmánaðar, og gjörr segir frá annars staðar í
ritinu var gleðileg og gagnmerk nýjung. Skylt er að Jiakka for-
göngumönnunum innilega. Og vonandi verður nú lialdið áfram
á söniu braut. Þó ekki væri nema eitt slíkt námskeið árlega
til skiptis í fjórðungunum, hefði Jiað áreiðanlega mikla þýð-
ingu. Prestafélaginu væri skylt að létla undir slíkt álak á ein-
livern hátt, ef Jiað gæti.