Kirkjuritið - 01.10.1964, Page 59
Svei taprestur:
Morgunliugleiðing á prestastefnu
„Dagur er, dýrka ber Drottin, Guð minn,
nótt er liðin, lof sé Guði, Ijós skín,
gleður enn marga menn myrkraflóttinn.
Líf og sál, líka mál lofi Drottin.
Allir þekkjum við þennan fagra morgunsálm, og margir
ínunu minnast þess frá æsku, hvernig nýjum degi var heilsað
ineð bænarmál lians á vör. Engan, sem kynnst hefur íslenzku
skammdegismyrkri, frosti og næðingi langra vetrarnátta og
þekkt af eigin raun eða afspurn þá erfiðu og oft tvísýnu bar-
attu, sem hér var einatt háð fyrir daglegum þörfum, — engan
barf að undra, þótt þessi morgungjörð liafi orðið mörgum
nianni, fyrri tíma, undurkær, — því fólki, sem lifði langan
vetur í von og tillilökkun um hækkandi sól og bjartari daga.
Knda segir þessi sálmur allt, sem segja þarf. Hann segir frá
því, er algóður Guð með einu almættisorði kallaði fram ljós
°g líf hér á jörðu, — hann segir frá því, er nýr og alskær dag-
ur rann með komu Guðs sonar í þennan heim, — liann segir
frá því, er lífgefandi andi Guðs gafst mannkyni öllu og kallar
aha menn til þess að verða dagsins syni og ljóssins börn.
Ég minnist liðins atviks, eina skammdegisnótt fyrir fáum
árum. Ég sit við dánarbeð háaldraðs manns. Á veggnum fyrir
°fan rúmið hangir lampi, sem gefur daufa birtu. 1 hverju
korni baðstofunnar leynast skuggar. Úti er dimmt og kalt. Allir
eru hljóðir og bíða. Dauðinn er þegar á næsta leiti. Allt í einu
r's öldungurinn upp við dogg og liorfir í átt til gluggans. Hvað
líður nóttinni, spyr hann? Ég verð fyrir svörum: Það er þegar
"ð morgna. Lestu þá fyrir mig sálminn: „Dagur er, dýrka ber
Drotlin Guð minn . . .“ Ég opna sálmabókina, hef lesturinn
°g held í liöndina á gamla manninum. Þegar kom að síðasta