Kirkjuritið - 01.10.1964, Side 72
406
KIRKJURITIÐ
senda skriflegar greinargerðir um málið lil Prestafélagsstjóm-
arinnar, áður en langt um liði.
I frjálsum umræðum tóku ýmsir til máls og viku að nokkr-
um málum.
Nokkrar tillögur voru samþykktar varðandi stéttarmálefni.
Þá fóru fram kosningar. í stjórn voru kosnir: Séra Gunnar
Arnason, séra Jón Þorvarðsson (endurkjörnir) og séra Bjarni
Sigurðsson.
Varamenn: Séra Óskar J. Þorláksson og séra Arngríinur
Jónsson.
Endurskoðendur: Séra Eiríkur Eiríksson og séra Sigurður
H. Guðjónsson.
Fulltrúar á þing BSRB: Séra Jakob Jónsson, séra Bjarni Sig-
urðsson, séra Gunnar Árnason.
Varamenn: Séra Jón Þorvarðsson, séra Garðar Þorsteinsson,
séra ICristján Bjarnason.
Fulltrúar í Bandalag Háskólamanna: Séra Jón Þorvarðsson,
séra Óskar J. Þorláksson. Varamenn: Séra Sigurjón Þ. Árnason
og séra Sigurður Einarsson.
Að afloknum kosningum þakkaði fráfarandi formaður, séra
Jakob Jónsson, stjórnarnefndarmönnum og félagsmönnuin öll-
um samstarfið. Varaformaður, séra Sigurjón Þ. Árnason, þakk-
aði séra Jakobi Jónssyni mikil og gifturík störf á liðnum tíu
árum og tóku fleiri í þann streng.
Stjórn Prestafélagsins skipti þannig með sér verkum: Séra
Gunnar Árnason er formaður, séra Jón Þorvarðsson, varaform.,
séra Sigurjón Þ. Árnason, ritari. Meðstjórnendur: Séra Sigiu'"
jón Guðjónsson og séra Bjarni Sigurðsson.
Um kvöldið var kaffisamsæti að Gamla Garði, sem séra Jakol)
jónsson stjórnaði. Séra Sigurður Einarsson, skáld, flutti ræðu
fyrir minni kvenna. Ennfremur töluðu séra Bjarni Jónsson,
vígslubiskup og séra Einar Guðnason, sem flutti séra Jakobi
þakkir félagsmanna. Loks mælti séra Gunnar Árnason nokkur
ávarpsorð og sleit fundinum. — (Samkv. gjörðabók).