Kirkjuritið - 01.06.1967, Qupperneq 14
252
KIRKJURITIÐ
slíks máls. Enda þótt allir séu samdóma um nauðsyn endur-
skoðunar og gangi þá auðvitaS út frá því, að endurskoðun
leiði til meiri eða minni breytinga, er ekki liægt að ætlast tik
að allir hafi eina skoðun á hverri einstakri hugmynd eða til-
lögu. Slíkur ágreiningur er alltaf eðlilegur og enda gagnlegur,
meðan mál eru á umræðustigi, og þarf ahlrei að skaða, ef star-
sýni á hin minni atriði eða þráliyggja hindrar ekki heilbrigða
yfirsýn. En varla var ástæða til að ætla annað en að rök-
studdar óskir uni varlegri breytingar á einstökum prestaköll-
um, þar sem slíkt getur orkað tvímælis, yrðu teknar til greina,
áður en málið Jilyti lokaafgreiðslu, ef skynsamlega var á hahl-
ið og með skilningi á mikilvægi þeirra meginatriða, sem skera
úr og áður er að vikið og kirkjan mátti teljast einliuga um-
Kirkjumálin á Alþingi.
En nú fór svo, að þetta stórmál var svæft á Alþingi. Það konist
gegnum eina umræðu. Sú umræða var ekki ómerk. Þar féllu
viturleg orð og drengileg í garð kirkjunnar af vörum ábyrgra
manna, en nokkuð var líka talað af takmarkaðri stillingu °?
góðvild. Síðan lagðist málið til hvíldar í nefnd. Er það í annað
sinn á næst liðnu kjörtímabili, sem sú liin sama nefnd, mennta-
málanefnd Neðri deildar Alþingis, sýnir kirkjunni þá virðingu
að leggjast á og svæfa stórmál, sem Kirkjuþing hefur afgreitt
frá sér og kirkjumálaráðlierra flutt á Alþingi eða látið flytja-
Eru slík vinnubrögð ekki til sæmdar og vekja ekki almenna
lirifningu eða tiltrú.
Það er skylt að muna og meta, að núverandi kirkjumálaráð-
lierra hefur að sínu leyti tekið á þessu máli af lipurð og
skilningi, sem og öðrum þeim málefnum kirkjunnar, sem 1*1
lians kasta hafa komið. Hann liefur fyrr og síðar lýst jákvaeðu
viðhorfi til þeirra meginsjónarmiða varðandi umrætt skipu-
lagsmál, sem ég hef lýst. Sérstaklega liefur jákvæð afstaða hans
lil þeirra nýmæla, sem kristnisjóður felur í sér, verið mikih
virði. Sú er eindregin von vor, að næsta Alþingi láti betur til
sín taka um lausn þessa máls í samræmi við þá meginstefnm
sem mörkuð hefur verið. En það er liverri stofnun stórleg1*
bagalegt, að endurskoðun á skipulagi lendi í löngum vafning'
urn, ef upp á slíku er fitjað á annað borð.